Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 50
Náðargáfa veikleikans.
Vér erum vönust því, og lítum líklega flest svo á, að
hið milda og bljúga bænarorð tollheimtumannsins: „Guð,
vertu mér syndugum líknsamur" eigi einkum við hina
lágt settu og lítilmótlegu í mannfélaginu, er finni til van-
máttar síns, öðrum fremur, ekki einungis til að fullnægja
öllu réttlæti fyrir Guði, með fagurri og grandvarri breytni,
heldur sé það og jafnvel yfirlýsing minnimáttarkenndar-
innar í því, að eitthvað skorti á að vera og reynast gildur
þegn þjóðfélagsins, í kristnu mannfélagi. — En nú er það
einmitt sá grundvöllur, sem Jesús byggir á alla kenning
sína um guðsbarnalíf á jörðu og inngönguskilyrði í guðs-
ríki, sá, að eiga auðmýktarhugarfarið, barnslundina, til
þess að boðskapurinn um guðsríki geti verið fagnaðar-
boðskapur.
1 dæmisögunni um Faríseann og tollheimtumanninn birt-
ast í helgidóminum til bænagjörðar fulltrúar tveggja næsta
ólíkra stétta þjóðfélagsins, er báðar lýsa svo ólíkum hugs-
unarhætti, í trúarlegu tilliti, eins og bilið var mikið á milli
þeirra mælt á þjóðfélagslegan mælikvarða, en í öfugu hlut-
falli við ímyndaða verðleika.
Jesús lætur þessar tvær ólíku persónur vera fulltrúa
hinna tveggja höfuð-andstæðna, sem í tímanna rás, kyn-
slóð eftir kynslóð, hafa átt sér stað í skiftingu mannanna
í tvo höfuð-flokka: yfirstétt og undirgefna, volduga og
vesæla. Þessi flokkun og greining manna, eftir ytri ástæð-
um og hefðbundnu mati, er eitt höfuðviðfangsefni Jesú,
enda gerir hann því víða full skil. Það er jafnvel aðal
verkefni hans, að því leyti sem boðskapur hans snýr að