Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 39
SÁLUHJÁLPARSTARF í SVÍÞJÓÐ H" Síðan sendir hann allan þorra þeirra til helvítis í eilífar kvalir. Aðeins einstöku menn geta með sérstökum snið- Ugheitum lært að játa einhverja rétta kenningu og hljóta fyrir þau fríðindi að komast til himnaríkis „með synda- sPillingunni og öllu“. Hvað á Guð svo að gera með þessa þorpara, þegar þangað er komið? Því verður ekki neitað, að nýjasta tízkan í guðfræði er einmitt af þessu fjarstæðukennda tagi, sem algerlega hefir snúið baki við rökrænni hugsun og hefir lýst yfir því, trúin eigi ekkert sameiginlegt við heiminn og almenn- ar siðmenningarhugsjónir, og það sé alls ekki tilgangur hennar að stofna Guðs ríki á jörð. Foringi þessarar stefnu er Karl Barth. Hann þykir einna frægastur guðfræðingur nú á tímum, vafalaust af því, að hann á svo vel við þann 'hdaranda, sem óttast ekkert annað meir en skynsamlega hugsun. Segir hann og, að trú hafi ekkert að gera með hugsun. Hún snúist bara um þetta tvennt: Guð og mann- inn — hinar miklu andstæður. Hann dregur spott að hug- Piyndinni um Guðs ríki á jörð. Kirkjan á að láta heiminn eiga sig. Allt, sem kirkjuna varðar, er að prédika hinn opinberaða sannleika eftir einhverju Guðs orði, sem eng- iun skilur. Haldleysi þessarar kenningar sýndi sig glöggt, þegar Harl Barth þurfti að verja frelsi trúarinnar gegn yfir- gangi Nazista. Gerði hann það með skörungsskap. En jafn- framt kom það í ljós, að kenning hans var skökk. Trúin gotur aldrei einangrað sig frá lífinu hér á jörð og verk- efnum þess. Hún á að snúast jafnt um þetta líf sem hið komanda. Ef trúarbrögðin geta ekki orðið siðmenningar- afl í þessum heimi, eru litlar líkur til, að þau verði það í hinum komanda, því að lífið er eitt og óslitið. Þá er öll frelsunin aðeins skrípaleikur á leiksviði engum til gagns. Guðfræði nútímans ber vitni um hroðalega afturför í hugsunarlegum þroska og andlegum skilningi. Vér Islend- ingar ættum ekki að þurfa að fara ofan í þennan bylgju- ^al. þó að nágrannaþjóðir vorar hafi gert það. Benjamín Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.