Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 10
88 KIRKJURITIÐ mannanna. Þar er svo mikið trúarleysi, af því að það er andi heimsins en ekki Guðs, sem hefir tekið sér bústað í hjörtum svo margra. Þar er svo lítil löngun til að gera Guðs vilja, lítil löngun til að heyra Guðs orð og varðveita það í góðum og siðsömum hjörtum og færa ávöxt af því með stöðuglyndi, af því að mennirnir láta sig svo mjög leiða af anda heims- ins en ekki Guðs anda. Þeir eru svo margir, sem ekki þekkja né þrá þessa himnesku gjöf, þennan himneska anda, sem fram- gengur af föður og syni og kemur frá Guði með hið eilífa ljós til að upplýsa sálir vorar og skilning, svo að þaðan hverfi allt myrkur villu og vantrúar — til að skýra sýn sálarinnar, svo að hún sjái og elski hið eilífa ljósið Guðs — sjái dýrð hins eingetna sonar föðurins, sem er fullur náðar og sannleika. — En til hvers kemur þá heilagur andi Guðs? Hann kemur til að færa oss mönnunum hverskonar himnesk- ar og guðdómlegar ástgjafir. Hann kemur til vor frá upp- hæðum með blessun, ljós og líf; hann kemur með frið Guðs, sem yfirgengur allan mannlegan skilning. Hann kemur til vor með mátt og styrkleika til alls þess, sem gott er; hann kemur til að kalla oss til Guðs ríkis og réttlætis, til að helga oss og viðhalda í hinni sáluhjálplegu trú. Hann kemur með sitt himneska kærleiksljós, til að lýsa oss í allri dimmu og gegnum allt jarðneskt myrkur til hins eilífa ljóssins hjá Guði. Þegar hann kemur til vor, streymir frá honum hið himneska kærleikslíf til að lífga oss dauða í syndunum og gera oss lifandi í Guði. Já, hann veitir oss hvers konar himn- eska blessun og hvers konar himneskar ástgjafir, svo að allt, sem vér hugsum, tölum og gerum, blessist oss í Guði, — blessist oss til eilífrar sáluhjálpar. Þegar þú, kristinn maður, eins og vaknar af svefni og sér allt í einu synda-eymd þína, sér, hve ómaklegur þú ert Guðs náðar, hve óhlýðinn og hirðulaus, hve vanþakklátur þú ert, en aftur á móti hve góður, hve náðugur, hve ástríkur, hve miskunnsamur og umburðarlyndur þinn himneski faðir er, hve mikið þú átt honum að þakka, og hve mjög þú reytir hann þó til reiði og brýtur af þér náð hans og gæzku, — þá er Ijósið hér að ofan farið að lýsa þér, hið himneska ljós heilags anda. Hann, hinn heilagi sannleiks-andi, tekur þá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.