Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 67
HVENÆR VAR SÍÐASTI SIGURINN UNNINN? 145
Þrátt fyrir mismunandi skýringar og skoðanir á Jesú,
eftir hinum margvíslegu skilningum kirkjudeildanna og
guðfræðistefnanna, kemur kristnum mönnum yfirleitt sam-
an í höfuðatriðunum um gildi friðþægingar og fórnardauða
Jesú fyrir mannkynið. Þó er það ein spurning, sem jafnan
hefir orðið torveld til samkomulags, og hún er þessi:
Hvenœr varð Jesús fyllílega meðvitandi MessíasarköTlun-
ar sinnar? 1 riti Tómasar erkibiskups af Kantaraborg:
Hversvegna gerðist Guð maður?, sem um allar miðaldir
Var undirstöðulærdómur kirkjunnar um friðþæginguna og
er í raun og veru enn, virðist ekki annað sjáanlegt en að
gengið sé út frá því, að þegar Jesús í himneskri fortilveru
sinni tekst á hendur að fæðast hingað til jarðar til fórn-
ar og friðþægingar fyrir syndir mannanna, þá hafi hann í
jarðlífi sínu haft fulla meðvitund um þá köllun sína frá
fyrstu bernsku. Hann hafi fæðzt og lifað allt sitt líf, með
há köllun fyrir augum. Nú er það alkunna, að þessi skoð-
Un á ekki almennu fylgi að fagna meðal guðfræðinga.
Allmargir álíta, að skím Jóhannesar við Jórdan hafi fyrst
vakið Messíasarvitund hans. Enn eru aðrir þeirrar skoð-
^nar, að það hafi ekki verið fyrr en undir lok starfstima
hans í Gyðingalandi að hann hafi gert sér ljóst, hvert
leiddi fyrir honum, að krossinn og fórnardauðinn hlyti að
Verða hinn óhjákvæmilegi endir jarðlifs hans, ef fæðing
hans í þennan heim ætti að ná tilætluðum árangri. Jafn-
Vel þó engin þessara skoðana dragi fortilveru Jesú í efa,
°g fylgi í því efni skoðunum postulanna Páls og Jóhann-
esar, þá ber samt það á milli, að tiltölulega flestir hallast
að þvi, að fæðing guðdómlegrar veru í mannheima, hold-
tekjan, hljóti að orsaka honum gleymsku á hinni fyrri
tilveru sinni. Um meðvitund Messíasarköllunar frá bam-
æsku geti því ekki verið að ræða.
Guðspjöllin eru furðanlega þögul um fyrstu 30 jarðlífs-
ar Jesú. Og óneitanlega bendir sú þögn til þess, að frá því
túnabili sé ekkert markvert að segja; æskuár Jesú, heim-
ilis- og fjölskyldulíf hafi verið með svipuðum hætti og
10