Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 18
96 KIRKJURITIÐ Myrkár teljast mega vel mætir yngissveinar: Snorri, Gísli, Gamalíel, «« Grímur, Jón og Einar. Er líklegt, að allir þessir bræður, sem séra Páll eignaðist með fyrri konu sinni, hafi fæðzt á Myrká. En hvort Kristín (f. 9. apr. 1842), alsystir þeirra, fæddist þar, er mér eigi kunnugt. Á Myrká mun séra Páll hafa verið, þá er faðir minn var vinnumaður hjá honum. En hve lengi hann var í vinnumennsku þar, get ég eigi tilgreint. En hitt veit ég, að séra Páli var ætíð mjög vel til föður míns og nákominna ættingja hans. Mun faðir minn hafa fermzt af honum og hygg ég, að skömmu eftir ferminguna hafi faðir minn gerzt vinnumaður hans. Minnir mig, að faðir minn segði mér, að séra Páll hefði kennt sér að skrifa, enda var rithönd þeirra sviplík, föst og skýr. Eftir því sem hér héfir verið skýrt frá, má geta því nærri, að velvild og vinsemd séra Páls til foreldra minna og fjöl- skyldu þeirra eftir að hann varð prestur í Viðvík, hefir átt ræt- ur frá liðnum tímum, enda var hann maður vinfastur með afbrigðum. Frá Myrká mun séra Páll hafa flutzt árið 1858 að Völlum í Svarfaðardal og var hann þar prestur til 1878, er honum var veitt Viðvíkurprestakall. — Alstaðar naut hann virðingar og ástríkis safnaða sinria að verðleikum. Ég heyrði oft Svarfdæli minnast hans sem andríkasta kennimanns, og góðmennis að sama skapi. Þegar hann var á Völlum, voru þrír prestar við Eyjafjörð, er þóttu skara fram úr öðrum, og var séra Páll einn í þeirra tölu. Hinir voru séra Davíð Guðmundsson á Reistará (síðar á Hofi) og séra Björn Halldórsson í Laufási. Lá stundum nærri, að metingur yrði um þessa andans menn. Eftir að séra Páll varð prestur í Viðvík, varð hann brátt mjög ástfólginn safnaðarmönnum í öllum sóknunum: Hóla-, Viðvíkur- og Hofsstaðasóknum, bæði ungum og öldruðum, og enga óvildarmenn veit ég til að hann ætti. Kæmi misklíð milli manna, vildi hann allt til vinna, sem honum var unnt, að koma á sáttum og samlyndi. Hann var mjög skyldurækinn í embættis- störfum, hvatti menn til guðrækni á hverju heimili og lét sér annt um guðsdýrkun í heimahúsum; mim hafa talið slíkar at-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.