Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 18

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 18
96 KIRKJURITIÐ Myrkár teljast mega vel mætir yngissveinar: Snorri, Gísli, Gamalíel, «« Grímur, Jón og Einar. Er líklegt, að allir þessir bræður, sem séra Páll eignaðist með fyrri konu sinni, hafi fæðzt á Myrká. En hvort Kristín (f. 9. apr. 1842), alsystir þeirra, fæddist þar, er mér eigi kunnugt. Á Myrká mun séra Páll hafa verið, þá er faðir minn var vinnumaður hjá honum. En hve lengi hann var í vinnumennsku þar, get ég eigi tilgreint. En hitt veit ég, að séra Páli var ætíð mjög vel til föður míns og nákominna ættingja hans. Mun faðir minn hafa fermzt af honum og hygg ég, að skömmu eftir ferminguna hafi faðir minn gerzt vinnumaður hans. Minnir mig, að faðir minn segði mér, að séra Páll hefði kennt sér að skrifa, enda var rithönd þeirra sviplík, föst og skýr. Eftir því sem hér héfir verið skýrt frá, má geta því nærri, að velvild og vinsemd séra Páls til foreldra minna og fjöl- skyldu þeirra eftir að hann varð prestur í Viðvík, hefir átt ræt- ur frá liðnum tímum, enda var hann maður vinfastur með afbrigðum. Frá Myrká mun séra Páll hafa flutzt árið 1858 að Völlum í Svarfaðardal og var hann þar prestur til 1878, er honum var veitt Viðvíkurprestakall. — Alstaðar naut hann virðingar og ástríkis safnaða sinria að verðleikum. Ég heyrði oft Svarfdæli minnast hans sem andríkasta kennimanns, og góðmennis að sama skapi. Þegar hann var á Völlum, voru þrír prestar við Eyjafjörð, er þóttu skara fram úr öðrum, og var séra Páll einn í þeirra tölu. Hinir voru séra Davíð Guðmundsson á Reistará (síðar á Hofi) og séra Björn Halldórsson í Laufási. Lá stundum nærri, að metingur yrði um þessa andans menn. Eftir að séra Páll varð prestur í Viðvík, varð hann brátt mjög ástfólginn safnaðarmönnum í öllum sóknunum: Hóla-, Viðvíkur- og Hofsstaðasóknum, bæði ungum og öldruðum, og enga óvildarmenn veit ég til að hann ætti. Kæmi misklíð milli manna, vildi hann allt til vinna, sem honum var unnt, að koma á sáttum og samlyndi. Hann var mjög skyldurækinn í embættis- störfum, hvatti menn til guðrækni á hverju heimili og lét sér annt um guðsdýrkun í heimahúsum; mim hafa talið slíkar at-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.