Kirkjuritið - 01.04.1949, Blaðsíða 58
136
KIRKJURITIÐ
sér þegar í upphafi fyrsta fundar 1. og 2. varaforseta og tvo
skrifara.
14. gr. Þann tíma, sem kirkjuþingsmenn sitja þingið, hafa
þeir dagpeninga, 15 kr. á dag, auk uppbótar eins og ákveðin
er starfsmönnum ríkisins. Ennfremur fá þeir greiddan ferða-
kostnað samkvæmt úrskurði 3 manna þingfararkaupsnefndar,
er kirkjuþing kýs.
15. gr. Kirkjuþing getur tekið fyrir, rætt og gert ályktanir
inn öll þau mál, er varða hina íslenzku þjóðkirkju, bæði kirkj-
una í heild og einstaka söfnuði. Það getur þó ekki gjört álykt-
anir um kenningagrundvöll kirkjunnar, svo sem hann er ákveð-
inn í stjórnarskrá ríkisins, né túlkun kirkjukenninganna.
Kirkuþing skal að jafnaði láta í ljós álit sitt um kirkjuleg
lagafrumvörp, er liggja fyrir Alþingi. Kirkjuþing getur afgreitt
mál sín í frumvarpsformi eða ályktunar og sent þau biskupi,
ríkisstjórn, Alþingi, prestastefnu eða kirkjuráði.
16. gr. Kirkjuþing kýs úr sínum hópi 4 menn í kirkjuráð,
og skulu tveir þeirra a. m. k. vera guðfræðingar. Það kýs og
jafnmarga varamenn. Kjörtímabil kirkjuráðsmanna er hið sama
sem kirkjuþingsmanna. Kosning í kirkjuráð samkvæmt lögum
þessum fer þá fram, er hið fyrsta kirkjuþing kemur saman.
17. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, og eru þá jafnframt
numin úr gildi þau ákvæði í lögum um kirkjuráð frá 9. apríl
1931, er fara í bága við lög þessi.
GREINARGERÐ :
Kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju hefir verið áhuga-
mál prestastéttarinnar um hálfrar aldar skeið.
Skömmu eftir síðustu aldamót samdi meiri hluti þáv. kirkju-
málanefndar, þeir séra Árni Jónsson á Skútustöðum, séra Eiríkur
Briem og séra Jón Helgason síðar biskup, frumvarp um þetta
efni, sem þó ekki náði fram að ganga, þrátt fyrir atfylgi ágætra
manna.
Málinu var þó haldið vakandi, og fyrir allmörgum árum bar
prófessor Magnús Jónsson fram á Alþingi frumvarp til laga um
kirkjuþing. Frumvarpinu var yfirleitt vel tekið en náði þó ekki
afgreiðslu.
Fyrir síðustu Prestastefnu (1948) var, að tilhlutan biskups,
lagt frumvarp til laga um kirkjuþing. Var málinu vel tekið og
kjörin 5 manna nefnd til þess að athuga frumvarpið nánar. Lauk
nefndin því starfi nú i haust, og sendi síðan öllum prestum lands-
ins til athugunar og umsagnar frumvarpið með þeim breytingum,
er hún hafði á því gjört.