Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 39
SÁLUHJÁLPARSTARF í SVÍÞJÓÐ H" Síðan sendir hann allan þorra þeirra til helvítis í eilífar kvalir. Aðeins einstöku menn geta með sérstökum snið- Ugheitum lært að játa einhverja rétta kenningu og hljóta fyrir þau fríðindi að komast til himnaríkis „með synda- sPillingunni og öllu“. Hvað á Guð svo að gera með þessa þorpara, þegar þangað er komið? Því verður ekki neitað, að nýjasta tízkan í guðfræði er einmitt af þessu fjarstæðukennda tagi, sem algerlega hefir snúið baki við rökrænni hugsun og hefir lýst yfir því, trúin eigi ekkert sameiginlegt við heiminn og almenn- ar siðmenningarhugsjónir, og það sé alls ekki tilgangur hennar að stofna Guðs ríki á jörð. Foringi þessarar stefnu er Karl Barth. Hann þykir einna frægastur guðfræðingur nú á tímum, vafalaust af því, að hann á svo vel við þann 'hdaranda, sem óttast ekkert annað meir en skynsamlega hugsun. Segir hann og, að trú hafi ekkert að gera með hugsun. Hún snúist bara um þetta tvennt: Guð og mann- inn — hinar miklu andstæður. Hann dregur spott að hug- Piyndinni um Guðs ríki á jörð. Kirkjan á að láta heiminn eiga sig. Allt, sem kirkjuna varðar, er að prédika hinn opinberaða sannleika eftir einhverju Guðs orði, sem eng- iun skilur. Haldleysi þessarar kenningar sýndi sig glöggt, þegar Harl Barth þurfti að verja frelsi trúarinnar gegn yfir- gangi Nazista. Gerði hann það með skörungsskap. En jafn- framt kom það í ljós, að kenning hans var skökk. Trúin gotur aldrei einangrað sig frá lífinu hér á jörð og verk- efnum þess. Hún á að snúast jafnt um þetta líf sem hið komanda. Ef trúarbrögðin geta ekki orðið siðmenningar- afl í þessum heimi, eru litlar líkur til, að þau verði það í hinum komanda, því að lífið er eitt og óslitið. Þá er öll frelsunin aðeins skrípaleikur á leiksviði engum til gagns. Guðfræði nútímans ber vitni um hroðalega afturför í hugsunarlegum þroska og andlegum skilningi. Vér Islend- ingar ættum ekki að þurfa að fara ofan í þennan bylgju- ^al. þó að nágrannaþjóðir vorar hafi gert það. Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.