Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 46

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 46
124 KIRKJURITIÐ indum, að það verður allt annar svipur og blær yfir krist- inlífi svo ólíkra héraða með svo frábrugðnum, daglegum og árstíðalegum viðfangsefnum og lifnaðarháttum. Og þótt þetta ástand sé vonandi ekki eins aumt og það varð í Laodikeu, þrátt fyrir hinn mikla mun á Epafrasi og mér, mun þó ykkar kristnihald vera áþekkara kristnihaldi Þang- brands, þegar hann veitti tíðir í tjaldi sínu um morgun- inn, en Hallur gekk og hjú hans að sjá athæfi þeirra. En þeir fara ekki að þessum vanmætti mínum í þjón- ustunni, blessaðir söfnuðirnir. Því þótt ég hafi engu fórn- að og ekkert átt á hættu í starfi mínu hér, eins og Jó- hannes á sínum stað og tíma, og hafi nú jafnan haft lítið annað að segja þeim en það, sem hann sagði sínum vin- um í ellinni, þegar þeir báru hann á samkomur kristinna manna: „Börn mín, elskið hvert annað“, þá hafa söfnuð- irnir hér — um langan aldur — sýnt mér þá þjónkun að bera mig á höndum sér, sérstaklega nú í elli minni. Og þó er þetta sennilega öllu lengra og erfiðara en þar sem Jóhannes var borinn á höndum safnaðanna. Hér get- ur dagleið gamals manns vel orðið 60 til 80 kílómetrar. Oft yfir geislandi, blikandi firði, en stundum í æsivindum með grænum vegg til hlés — og þá aðra stundina yfir há- lendi, Snókaskörð, Svartskarðsheiði og Hólkabæti, að ógleymdum Barðsvíkurskörðum og Skálakambi. En nú er þetta oft og víðast ekki orðið annað en auðnin — og slík- um ferðaævintýrum ekki auðvelt að lýsa, svo að gagni komi frásögnin, nema með fylgi myndir eða kort. Og enn gerast hér viðburðir, svipaðir og þegar fyrst fóru sögur af þessu byggðarlagi. Fyrir nokkrum árum lenti mótorbátur í hrakningum í Veiðileysufirði. Þá var byggð í Kvíum og brugðið fljótt við til liðsinnis. Nú eru Kvíar — þar sem Bjarna Ásgeirssyni ráðherra þótti eitt sinn eins gott að gista og í sæmilegasta gistihúsi í stórbæ — í eyði. En Kvíar voru allt að 150 ára gamalt, ættgengt óðalsetur. Báturinn naut liðsinnis talstöðvar og annarrar tækni, auk röskra manna. Sama máli gegndi með strand-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.