Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 26
konur hennar, Móeiður í Birtinga- hoiti og systir hennar önnur, Ragn- heiður í Holti. « Maddaman á Breiðabólstað — Ég þori ekki að fara að segja sögur af því, sem gerðist í Hlíðinni í þann tíð og þœr hafa verið að segja mér, þessar konur, — ekki nema þú stöðvaðir þetta á meðan, segir Halldór og ó við hljóðritann. Ég hlýði honum. Það, sem ekki má koma á prenti, er sögur af fá- tœku fólki, sem svo var að sorfið, að það kunni sér ekki hóf í sjálfs- bjargarviðleitninni og olli maddöm- unni á Breiðabólstað sársauka á þungum raunastundum. Það var siður á Breiðabólstað, að enginn fékk mat af sveitungum, sem komu á bœinn fyrir nýár, en allir eftir nýár. Frúin stóð fyrir öllu slíku, matgjöfum og öðru. En einu sinni var hún ekki heima. Þá kom kona og vildi fá korn, eins og oft var. I það sinn skammtaði prófasturinn og gerði það ríflega. Maddaman spurði að því, þegar hún kom heim. Hún þurfti oftar að skammta en hann og varð því að gœta sín betur. — Þessi saga er hér í óleyfi Halldórs. — Ég man meira eftir henni en honum, segir Halldór. — Hún var hér. Hún lifði svo lengi eftir að hann dó, — var ekkja í þrjátíu ár. Hún átti alltaf heima í Odda, en var hjá börnum sínum til skiptis. Hún hélt reisn sinni alla tíð, eins og séra Sigurður segir, því að hún hafði sœmilega heilsu fram eftir. Missti að vísu heilsuna 1908, svo að hún varð aldrei neitt vinnandi manneskja eftir það, en henni leið vel. Rétttrúnaður séra Skúla — Ég man, segi ég, — að Sig- urður Nordal minnist á það í f°r' málanum fyrir Sagnakveri séra Skúla, að hann hafi verið rétttrúnað- armaður mikill. — Já, ef við snúum okkur að því, þá var hann sendur út í Vest- mannaeyjar til þess að predika, þe9' ar mormónatrúin kom þar. — Hann var rétttrúnaðarmaður, víst mikiN- Þeir kalla það. Ég veit ekki, hvernig það er. Við höfum nú hér í þessari sveit haft marga presta, sem hafa þótt vel trúaðir og verið kallaðir rétttrúnaðarmenn. Ég hef aldrei heyrt neinn hneykslast á því, jafnvel þórt einhver hefði einhverjar aðrar skoð- anir. Ég heyrði séra Þorstein aldrei predika svo, að neinn hneykslaðist á því. Ég held, að hann hafi þótf fulltrúaður maður. Sama er að segia um séra Guðmund. Þeir hafa sjálf' sagt verið fleiri. Ég man það bara ekki upp á víst. En þeim kom ekki saman aIItaf/ Matthíasi og séra Skúla. Hitt er allt annað mál, hvernig Matthías v°r orðinn seinna. Þeim hefði sjálfsogt komið saman þá. Matthías var mik ið breyttur. Svo er nú alltaf mikið talað urn þetta guðleysi, og honum hrósað fyr' ir það, Þorsteini Erlingssyni. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið orð inn sanntrúaður maður, þegar hann dó. Hann orti náttúrlega mikið urr 312

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.