Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 35

Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 35
+Qks-skeyti frá honum. Það var Sig- fús frá Höfnum. Og Halldór minnist fleiri skóla- brœðra og vináttunnar við þá. Hann segir, að skólalífið hafi verið skemmtilegt og leggur á það áherzlu. Hann minnist á, að þeir neðribekk- lngar stofnuðu félag. Framtíðin var oðeins fyrir efri bekki. Því stofnuðu Þeir hinir ,,Framsókn hina frœgu". ^eir fóru aldrei í Framtíðina, héldu Qfram með Framsókn, en hún dó ^eð þeim. Fundir voru fjörugir. Þar v°ru tekin til umrœðu mörg mál, ^■a. spiritismi, og urðu heitar um- rœður. — Það getur vel verið, að okkur bafi þótt eitthvað að, eins og alltaf er nú, ekki sízt hjá ungu fólki, en einnig gömlu. Það er alltaf eitthvað QS. En mér þótti þetta mjög skemmti- e9ur tími. í endurminningunni er bann einhver sá skemmtilegasti. En skólabrœður þínir voru ekki a^'r á sama máli? Nei, þeir voru ekki allir á sama rna'i< en ég nefni engin nöfn í því SQrnbandi. ^ar nœst minnist Halldór á kenn- arana. Hann segir, að Jón Ófeigs- s°n hafi verið einstakur kennari, um ann hafi verið líkt að segja og Sera Árni Þórarinsson segi um Briem- ana í Hreppunum: Þeir þurftu ekki annað en líta á fólkið. — Og Hall- dór hlœr. ,' Nei, Jón hafði nefnilega alveg Serstakt lag. Hann skammaði aldrei nernendur. Hann dró þá sundur og ''anian í háðinu, og það var miklu verra. ^innst er á Böðvar Kristjánsson, Pálma og Bjarna Sœmundsson. Bjarni var fyndinn, sagði marga fyndni. — Það var aftur verra, segir Hall- dór og smáhlœr, — þegar hann fór að hlýða mér yfir það, sem laut að sjómennsku og slíku. Eg kunni lítið í því. Þá hló hann nú að mér, presturinn, sem seinna varð, í Bjarna- nesi, Eiríkur Helgason. — Við áttum nefnilega að skrifa stíl um sumar- störf okkar. Ég skrifaði meðal ann- ars um veiðina í Hestvatni: ,,Við veiddum illa, — svona fimmtíu eða sextlu silunga í einu." — Það voru murtur. Hann strikaði stórt undir það, að ég sagði illa, — Pálmi. Honum fannst þetta vera full nóg. En það þótti náttúrlega engin veiði af murtu að vera. Bjarni var líka ákaflega almenni- legur maður. Hann keypti allar bœk- urnar af mér handa dóttur sinni, sem seinna varð frú Anna. Hún var ákaflega lagleg stúlka. — Urðu þeir ekki flestir embœtt- ismenn, þessir bekkjarbrœður þínir? — Jú, ég held það, svona hátt- settir líka. — Og Halldór nefnir hvern af öðrum. Sigurgeir varð bisk- up, Valgeir hafnarstjóri, Páll Kolka lœknir, Jón Bjarnason lœknir, Ragn- ar Kvaran og bróðir hans, séra Tryggvi, báðir alkunnir. Séra Erlend- ur varð prestur í Odda, Hinrik varð margt, séra Björn O. Björnsson, séra Jakob á Hofi, Jón Benediktsson tannlœknir og Jón Dúason, einhver frœðingur varð hann, þori ekki að nefna það, og Páll Skúlason varð ritsfjóri Spegilsins. Fleiri eru nefndir, ágœtir drengir, margir, að sögn Halldórs. 321

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.