Kirkjuritið - 01.12.1972, Qupperneq 36
Ef allir segðu fró öllu
— Og svo fórstu í guðfrœðina. Vakti
fyrir þér að verða prestur?
— Ef allir segðu fró öllu, þó hefð-
irðu ekki þurft að fara hingað til
þess að spyrja mig um það. Hann
kom hérna hann Konróð lœknir, og
þetta komst til tals. Hann spurði,
hvernig hefði staðið á því, að ég fór
að lœra guðfrœði. Ég sagðist geta
sagt honum það, því að það vœri
svo langt um liðið og allir dauðir,
sem að þessu hefðu staðið. Ég gerði
það. — Þá segir hann: ,,Það er ein-
kennilegt þetta. Þú œtlaðir að verða
lœknir og last guðfrœði, en ég œtl-
aði að lesa guðfrœði og varð lœkn-
ir."
— Hugur þinn hefur þá staðið
frekar til lœknanáms?
— Já, ég œtlaði mér það. En
það kom fyrir lítið atvik á œvi minni
þessi ár, sem olli því, að það varð
ekki.
í Prestaskólanum fekk ég ágœta
kennara. Jón Helgason og Haraldur
Nielsson voru báðir úrtöku kennarar.
Jóni Helgasyni varð aldrei misdœg-
urt í kennslunni. Hann reiddist aldrei.
var aldrei neitt utan við sig. Hann
var alltaf jafn eldfjörugur við
kennsluna. Nú, svo var gœðamaður-
inn Sigurður Sívertsen, sem ekkert
var nema góðmennskan.
Kaupamaður með prófessorum
Sinna þarf segulbandinu örskots-
stund. Meðan á því stendur, er
kominn kaupamaður frá Kiðjabergi
í bland við prófessorana — eins og
skollinn úr sauðarleggnum. Bjarni
Eggertsson heitir maðurinn, fr°
Eyrarbakka, en upphaflega fto
Vaðnesi í Grímsnesi, gáfumaður
og skáldmœltur. Á Kiðjabergi orti
hann um heimilisfólkið, svo að hver
maður fekk sina visu, — þó ekki
Halldór. Aftur á móti fekk hann
siðar Ijóðabréf frá Bjarna eitt sinn
um jól. Þá hafði hann verið á ferð
rétt fyrir jólin, vissi, að Halldórs var
von heim um hátiðir og skildi eftir
bréf. Það var að mestu leyti í Ijóð-
um, en þar var einnig þessi setning:
,,Og mikið áttu nú gott að ganga
þennan veg, sem mér stóð til boða
að ganga, en vildi ekki." — Það
var menntavegurinn, sem hann kall-
aði.
— Var þetta tilefni bréfsins? spyr
ég.
— Ójá, það var það. Treginn ur
bréfinu virðist kominn yfir Halldor,
því að svona spjall eitt stundarkorn
í stofu getur orðið eins og tónverk
með blœbrigðum mannlegra kennda-
Svo víkur sögunni aftur til prófess-
oranna.
— Já, kennararnir við guðfrceði-
deildina, þeir voru ágœtir. Þeir vora
ekki nema þessir þrir. Svo varð J°n
Helgason biskup síðasta veturinn
minn í deildinni. Þá gerði hann
okkur þann greiða að prófa okkur-
Það þótfi okkur mesti munur að
ekki alveg óvanan mann til þess-
Þá kom Tryggvi að deildinni °9
varð kennari, — en fekk svo ekk'
embœttið. Þeir kepptu þrír um þa '
Tryggvi, Ásmundur og Magnús J°nS
son, og Magnús varð hlutskarpasrun
Allir komust þeir nú til manns
eftir — samt. Þá hœtti Tryggvi
VI
ið
322