Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 48

Kirkjuritið - 01.12.1972, Page 48
var hann, sem tók við af sr. Michell Innes, þegar hann fór órið 1897. Þó hófst 40 óra tlmabil, sem varð blómaskeið safnaðarins. Sr. Albert Ernest Laurie, leikmaðurinn, reyndist mikill sóknarprestur, e.t.v. fremstur meðal jafningja í röð þeirra, sem þjónað haía söfnuðinum til þessa dags. Enn er margt fólk í söfnuðin- um, sem komst til trúar ó Krist fyrir óhrif hans og minnist hans með djúpri virðingu. Hann var maður sendur af Guði. Á þjónustutlma þessa manns og allt til þessa dags hefir söfnuðurinn ótt blómatíma. Kirkjan hefir verið stœkkuð, bygg- ing fyrir safnaðarstarfsemi og skrif- stofur reist að kirkjubaki, nýtízkulegt hús með svipmóti gömlu Edinborgar. Þetta hús ber nafn sr. Laurie. Þetta er þó saga ullarskemmu, sem varð kirkja heilags Póls postula. Undarleg saga, saga ofsókna og staðfestu í trú með ívafi mannlegs breyskleika. Síðasti kapitulinn er um sigurgöngu í trú og fórnarvilja fyrir Krist, er ber honum og lífi trúarinnar vitni í heimi veraldarhyggju, hinnar mestu síðan sögur hófust. Þarna í þessari kirkju ótti það fyrir okkur að liggja að eiga eina mestu gleði- stund œvi okkar til þessa dags, sem varð til uppörfunar, hvatningar og styrks í þolgœði, ósamt nýrri reynslu um það, að orð Guðs fellur ekki marklaust niður. Orðsending FRÁ GJALDKERA PRESTKVENNAFÉLAGS ÍSLANDS Þeir meSlimir Prestkvenna- félags íslands, sem ekki hafa greitt árgjöld félags- ins fyrir árin 1971 og 1972, samtals kr. 400,00, eru vin- samlega beSnir aS greiða þau inn á póstgíróreikning félagsins Nr. 11.500 í póst- hús eða banka. Áritun a gíró-seðil er: Prestkvennafélag íslands Póstgíró 11500 334

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.