Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 54

Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 54
Meðal presta þióðkirkjunnar hér ó landi hefir kristniboðsmálið átt all- marga formœlendur og styrktarmenn. Það hefir nokkrum sinnum verið rœtt á Synodus, og þar hefir jafnvel verið gerð samþykkt um að helga kristni- boði eina sunnudagsguðsþ|ónustu á ári. Að öðru leyti hefir þjóðkirkjan lát- ið það mál afskiptalaust. En það þarf engum að vera vonbrigði, því sama er í raun og veru að segja um þjóð- kirkjur nágrannalandanna, þó að þar sé ólíkt meira um þátttöku í kristni. boðsstarfi en þekkzt hefir hér. Það er fyrir löngu orðið ofan á, að kristniboðið sé frjálst sjálfboðastarf, óháð kirkjustjórninni og hinu kirkju- lega embœtti, en innan kirkjunnar þó. Og þetta starf á, ef vel á að fara, að njóta fullrar viðurkenningar kirkju- félagsins, enda sé því gefin sem bezt aðstaða. Kirkjunni er nefnilega svo mikill fengur í þessu starfi, enda þar um að rœða verkefni, sem er í raun réttri skylduverkefni kirkjunnar sjálfr- ar, — hún fœr, aðstœðnanna vegna, ekki sinnt því betur með öðru móti. Kristniboðshreyfingin hefir verið einn af mest áberandi og sterkustu þáttum í kirkjulífi síðari tíma. Eink- um þó innan mótmœlenda-kirknanna, vegna þess að þar hafa verið mesfar trúarvakningar, mest trúarlíf og heil- brigðast. En kristniboðsstarfið hefir einatt átt upptök sín þar, sem trúar- vakningar urðu. Hvítasunnuvakning- in var undanfari hins mikla trúboðs postulatímabilsins. Heittrúar eða píet- iska trúarvakningin innan lútersku kirkjunnar, og metódistiska (Wesley) vakningin innan reformertu kirkjunn- 340 ar, voru undanfari og aflgjafi hins mikla trúboðs síðari tima. Hingað til lands hafa borizt nokk- ur áhrif frá vakninga- og heittrúar- hreyfingum erlendis, og þaðan hefir mörgu trúuðu fólki hér komið skiln- ingur á kristniboði og áhugi fyrir því- Nœgir t. d. að minna á síra Jón Jónsson að Möðrufelli, og nokkra aðra trúaða presta, sem fylgdust mjög með í starfi Brœðrasafnaðarins þýzka, og einnig danska kristniboðs- félagsins. Frú Kristín Pétursdóttir, stofnandi Kristniboðsfélags kvenna 1 Reykjavík, hafði kynnzt málefninu 1 Danmörku. Eins og raun ber vitni um, er þ°Ó einkum trúað fólk hér og I öðrum löndum, sem styrkja vill kristniboðió eða sinna því að nokkru. Ég finn því enga ástœðu til þesS að fara að andmœla þeim mótbar' um gegn kristniboði, sem vantrúað fólk hér á landi er sífellt að tönnlast á, en sem heita má að hœtt sé að nefna í öðrum löndum, af því þar hefir lífið afsannað þcer fyrir löngu. Þeim mótbárum svörum við sem gefizt höfum Drottni, að hvað okkar skoðanir og skyldur snertir, Þa ráðfœrum við okkur ekki við hold °9 blóð. Það eitt er ákvarðandi fyr'r okkur og bindandi, að við eigurn að vera með sama hugarfari sern Kristur Jesús var. En hann lét ei<i<l veröldina segja sér fyrir verkarr1, Hans matur, hans l!f, var að giörö vilja Guðs og fullkomna hans ver ■ Hann var Guði hlýðinn allt frarn ' dauðann á krossinum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.