Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 69

Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 69
laus og stefnulaus maður er and- legt tóm, andleg auðn og eyðimörk. </Og þar sem hrœið er, þar munu ernirnir safnast." Enginn maður verður með hœgari brögðum hneppt- Ur 1 fjötra og gerður að þrœli. — Það vita aftur á móti aðrir og ala a^eð mestu gleði á hlutleysispostul- unum. Ekki alls fyrir löngu voru umrœður 1 átvarpi um kristindómsfrœðslu í skólum. ,,Á döfinni" hét þátturinn. ^r'r af fjórum, sem þar komu fram, V|rtust andvígir kristinni frœðslu í ^arnaskólum í hjörtum sínum. Stjórn- andinn, Þorbjörn Broddason, tók að V|su ekki mikinn þátt í umrœðunum, keldur fór að öllu með gát. Gylfi ^álsson, skólastjóri, taldi hins vegar, kristin frœðsla œtti ekki heima 1 skólum ríkisins vegna trúfrelsisins °g h ins „andlega frelsis". Andri ís- ^ksson, sem undirritaður lítur á sem fulltrúa menntamálastjórnar lands- 'ns- taldi heppilegasta leið að haga magni og efni kristinnar frœðslu á Pann veg, að flestir gœtu sœtt sig við. Er nokkuð augljóst, hvað við er átt. Fjórði umrœðandi, séra Ingólfur Guðmundsson, lektor, hélt uppi vörn- um fyrir kristna frœðslu. Benti hann réttilega á, að skólar önnuðust skírn- arfrœðslu í umboði foreldra og kirkju. Það er löngu orðið Ijóst, að reynt verður með ýmsum ráðum að spilla kristinni frœðslu í skólum eða jafn- vel fá hana afnumda með öllu. Ein- hverjir kynnu að segja, að ekki vœri úr háum söðli að detta, þar eð fjöldi kennara vœri nú þegar and- vígur kristinni frœðslu og rœkti hana af lítilli kostgœfni. Tími virðist meira en kominn til þess, að reynt sé að spyrna við fótum. Skólar án krist- innar frœðslu yrðu heiðnir skólar, — er ekki svo? Og eru slíkir skólar það hlutskipti, sem vér kristnir menn bjóðum börnum vorum? — Nei, hér eiga orð Drottins einnig við: ,,Sá sem ekki er með mér, er á móti mér." Efni þessu mun bráðlega helgað meira rúm í Kirkjuritinu. — G.ÓI.ÓI. 355

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.