Jörð - 01.09.1940, Page 30
Espólín steypir saman í eina
heild. Þaö sem Espólín lagöi til
frá sjálfum sér var aöallega
stíllinn, en hann er hinn sami
á öllum Árbókunum, — sterk-
ur, heilbrigöur og hreinn. Loks
lögðu svo Fjölnismenn smiðs-
höggiö á viöreisn ritmálsins, er
þeir hófu útgáfu Fjölnis 1835.
— Rétt er aö geta þess, að á
þessu timabili var danska
stjórnin miklu hlyntari íslenzk-
unni heldur en valdsmenn henn-
ar á íslandi. Árið 1751 skipaði
konungur að auglýsa á íslenzku
og dönsku öll konungsbréf og
tilskipanir, er vöröuöu ísland,
en ekki varð neinn árangur af
þeirri fyrirskipun. Árið 1753
var gefiö út konungsbréf, sem
heimilaði almúgamönnum aö
rita á íslenzku beint til stjórn-
arinnar um allt þaö, sem þeim
kynni aö' þykja ábótavant í fari
embættismanna sinna. Mjög fá
dæmi munu finnast þess, að
menn hafi fært sér þessa heim-
ild í nyt. 1760 fól konungur
Jóni vafalögmanni Ólafssyni
að sernja íslenzka lögbók, sem
sniðin væri eftir íslenzkum lög-
um og venjum. Hafa skyldi
hliðsjón af hinum norsku lög-
um Kristjáns V., en þó þannig,
aö ekkert skyldi þaöan tekið, er
riði í bág viö íslenzkar réttar-
venjur eða íslenzka landshagi
0g þjóðarhagi. Hinsvegar var
varalögmanni boðið, að kynna
sér sem bezt Grágás til þess að
ganga úr skugga um, hvort eigi
172
fyndust þar lagastafir, sem
væru landsbúum hollari heldur
en ákvæði Jónsbókar. Ekkert
varð úr því að þetta verk væri
unnið. Nokkur önnur dæmi
mætti nefna þess, að stjórnin
lét sér um þessar mundir annt
um, að almenningur á íslandi
gæti kynnt sér lög þau, sem
hann átti við að búa, á íslenzku.
En íhalds-tregða og sljóleiki
valdsmanna á íslandi, bæði.
danskra og íslenzkra, var meiri
én svo, að þessar tilraunir
stjórnarinnar kæmu að neinu
haldi. Loks skipaði stjórnin svo
fyrir 1831, að „birta skyldi á
prenti, bæði á dönsku og ís-
lensku, öll þau lagaboð, er fs-
land snertii.“ Þetta hreif, og
eftir þetta voru öll lagaboð, er
til íslands náðu, þýdd á ís-
lensku, en því miður voru þýð-
endurnir oft og tíðum heldur en
ekki hroðvirkir og klaufskir
um meðferð islenzks máls.
Stjórnin hélt og áfram að veita
dönskum mönnum embætti á:
fslandi og fór það auðvitað í
þveröfuga átt við ráðstafanir
hennar íslenzku lagamáli til
verndar. Það var ekki fyrr en
1844, að Kristján konungur
VIII. lögbauð, að enginn mætti
fá embætti á íslandi, nema
hann sannaði, að hann skildi ís-
lenzku og gæti fleytt sér í að.
tala hana. Næsta ár (1845) var
haldið hið fyrsta alþingi í nýj-
urn sið, eftir að Kristján VIII..
hafði endurreist það með kon-
JÖRÐ