Jörð - 01.09.1940, Side 32
indi, stærðfræði og guðfræSi,
var lært á danskar kennslubæk-
ur. Þá voru kennd þessi mál í
skólanum, auk íslenzkunnar:
latína, gríska, danska, þýzka,
enska og franska. Konráö Gísla-
son hafði gefið út hina dansk-
íslenzku orðabók sína árið 1851,
en ekki veit ég, hvort hún hefir
nokkurntíma verið í margra
manna höndum í skólanum.
Þegar ég gekk inn í skóla
1891, mátti heita að sú bók
sæist eigi þar. En hvenær,
sem piltur þurfti að fletta upp
latnesku, grísku, ensku, þýzku
eða- frönsku orði, þá urðu þeir
að leita í danskar orðabækur.
Með þessu móti límdist dansk-
an inn í hugskot nemandanna
og spillti islenzkum málsmekk
þeirra, svo að til vandræða
horfði, enda bar málfar þeirra
þess ríkar menjar. Árið 1896,
er skólinn hafði staðið í 50 ár,
voru íslenzku kennslubækurnar
að vísu orðnar 12, en margar
þeirra voru smákver ein, senr
fjölluðu um námgreinar, sem
skipuðu mjög þröngan sess í
skólanum. Bækurnar voru þess-
ar: 1) Forníslenzk (ekká is-
lenzk!) málmyndalýsing, eftir
L. Wimmer, sem Valtýr Guð-
mundsson hafði þýtt á íslenzku.
Þar að auki var lesin í 1. og 2.
bekk 01dnordisk(!) Læsebog
eftir Winnner og var orðasafn
með dönskum þýðingum prent-
að aftan við lesmálið. „Old-
nordisk" var bókin kölluð, þó
174
að hvert orð og atkvæði henn-
ar væri tekið úr íslenzkum forn-
ritum. 2) Dönsk lestrarbók eftir
Þorleif H. Bjarnason og Bjarna
Jónsson, og var danskst mál-
fræðiságrip fremst í bókinni.
3) Enskunámsbók eftir Geir T.
Zoége. 4) Þýzk lestrarbók eftir
Stgr. Thorsteinsson, ásamt mál-
myndalýsingu. 5) Hin postul-
lega trúarjátning eftir Lisco.
6) Biblíusögur Tangs. 7)
Nokkrir kaflar úr kirkjusögu
Helga Halfdánarsonar (lesnir í
6. bekk). 8) íslands saga eftir
Þorkel Bjarnason (lesin í 5.
bekk, en þá bók höfðu piltar
lært undir skóla og verið-
spurðir út úr henni við inntöku-
próf!). 9) Þykkvamálsfræði
eftir Halldór Briem. 10) Lítill
kafli úr Dýrafræði Benedikts
Gröndals (bls. 98—118). 11)
Jarðfræði eftir Þorvald Thor-
oddsen. 12) Söngkennslubók
eftir Jónas Helgason.
Við allt annað nám í skólan-
um voru hafðar danskar
kennslubækur og danskar orða-
bækur. Jafnvel íslenzk bók-
menntasaga frá upphafi til h.
u. b. 1400 var kennd á lélega
danska bók (Lund: Den old-
nordiske(!) Litteratur). Þá
hafði þó fyrir nokkrum árum
ágrip Finns Jónssonar af ís-
lenzkri bókmenntasögu (900—
1890) komið út. Fyrra hefti
kversins náði yfir sama tíma-
bil sem bæklingur Lunds, og
var Lund þó látinn sitja í
JÖRD