Jörð - 01.09.1940, Side 40
stigu fyrir. þeim háska, sem ís-
lenzkunni er sýnilega búinn nú.
Vér höfum orSiö þess varir nú
í sumar, hvers virSi fullveldi
landsins er. ÞaS fellur óöar úr
höndum oss, ef oss eru sýnd
vopn, — þaS er alveg ónauösyn-
legt aö bera þau á oss.
En vér eigum þjóöleg verS-
mæti, sem útlendingum veröur
erfitt aö ræna oss, ef vér sjálfir
höfum vilja til þess aS varöveita
þau. Þessi félagsskapur, sem
ég minntist á, ætti aö minni
hyggju aS beinast aS því
fyrst og fremst, aö vekja
sem flesta menn, til þess aö
vanda talmál sitt sein bezt þeir
kunna. Mér er full-ljóst, aS þaS
veröur miklu meiri þraut en aS
hreinsa ritmáliö. Og ef til vill
reynist þaS óvinnandi verk. ÞaS
er ekki hætt viS aS hér rísi upp
menningar-salir (salons) eins
og á Frakklandi á 17. og 18.
öld, þar sem ungir menn og kon-
ir læröu aö tala mál sitt flekk-
aust og tilgerSarlaust. Nú er
ívo komiö fyrir langa-löngu, aS
ikólagengnir íslendingar, flest-
r eSa allir, hugsa á óvönduSu
)g ljótu blendingsmáli. Ég hygg
aö þaö veröi þyngri þrautin, aö
venja þá af því. En hitt er lika
þung þraut, aS þurfa aö basla
viö þaö aö finna hugsunum sín-
um og tilfinningum íslenzkan
búning í hvert skipti, sem maöur
tekur sér penna í hönd, þótt
ekki sé nema til þess aö skrifa
sendibréf. En því basli er ég
182
hræddir um, að vér séum allir
nokkurn veginn nákunnugir,
sem nú reynutn aö skrifa ís-
lenzku.
Ef nokkur hreyfing kynni aö
vakna í þá átt aö hreinsa tal-
máliö, þá ættum vér aö foröast
eins og heitan eld aö reyna aS
tala eins og rithöfundar 12. og
13. aldar skrifuöu. Enginn stíll
er svo fagur, aS hann verSi eigi
aS athlægi, ef honum er beitt
þar, sem hann alls eigi á viS.
Ég hygg aö eina leiöin verSi aS
leita til hinnar sístreymandi, ó-
grugguSu lindar, alþýSumáls-
ins, þar sem þaS er ennþá ó-
spillt í sveitum landsins. GuS-
mundur FriSjónsson hefir allra
manna bezt sýnt, hvílíka happa-
drætti má hefja úr djúpurn þess
enn í dag. — En líkast til er
bezt aö rita ekki meira um þetta
aö sinni; þetta eru e.t.v. eintóm-
ir draumórar, en gætu þó orðið
að veruleika, ef hugur fylgdi
máli hjá íslendingum um að
varðveita sjálfa sig og þjóðleg
verðmæti sín frá glötun.
AS öSru leyti legg ég þaö til,
aS sem fyrst verSi gefin út oröa-
bók yfir helztu málleysur og
málvillur, ambögur og orS-
skrípi, sem nú eru daglega bor-
in á borS fyrir almenning. Ef
nóg til af góöutn íslenzkumönn-
um, sem færir eru um aö þýöa
þaS fáránlega tungumál á ís-
lenszku. Og læt ég svo útrætt
aö þessu sinni.
Árni Pálsson.
jöri>