Jörð - 01.09.1940, Page 56
með fálmandi, langan, loðinn arm
og loppu, er nálgaðist hnakkann! —
Nú logar hans frumspekisfræði,
nú fuðrar hans bænakver,
nú gullflúrað handrit á hlóðir
af Heilagra sögum fer . ..
Því meira sem eldurinn etur,
því örari er hann að veita:
Ekki skal sá, er svar vill fá,
hins sanna í bókum leita! — —
f þrá vér lífinu lifðum.
Á lausn vora trúðum vér:
Senn skyldi Sonurinn birtast
og setjast við ríki sitt hér.
Blekking var öll hans boðun,
blekking hver stafur skráður:
Aldirnar komu og gengu um garð
— og guðsríki er fjær en áður!
Með hlýðni og fátækt og föstum
ég freistaði að ná í höfn,
ég hugleiddi in heilögu fræði
og hrópaði in guðlegu nöfn.
Augu mín, logandi af angist,
engar jarteinir fcngu.
Nótt eftir nótt hef ég grátbeðið Guð,
og Guð hefur svarað — engu.
Aldrei leit auga af hæðum
eymd þessa mennska heims..
Yfir oss grúfir hermdarhljóð
hvelfing ins tóma geims.
Fánýt voru öll mín fræði,
fánýt mín bænariðja.
Nú leita eg í hyljum heljar þess,
er himnana ei tjáir að biðja! — —
Á steinlagt gólfið hann strikar hring
og stígur þar inn,
og töfraformálann tautar . ..
og tefur um sinn.
Hann særir með svartasta galdri,
en sér þó vonum bráðar,