Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 59
Viltu það, sem hermdi hann, heyra?
Hversdagssögu og lítið meira.
Kannski tímans virði valla.
Vit þó! Gamli Búss skal spjalla:
„Nú er Múnter, hermenn! hniginn,
hetjan víðkunn með oss löngum
yfir lífsins linu stigin,
lent í sveit með dauðans föngum.
Upp úr vosi ævistunda
er hann lagstur til að blunda,
hugarrór að hinzta slagi,
hérna í þessu brekkudragi.
Bezt þeir vita, er fylgdu forðum
flokki hans í kúlnablaki,
hvort hann stóð í skylduskorðum
skotmanns, eða hann vék að baki,
hvort, er fylkin sigu saman
sölnaði hann af ótta í framan,
eða bar hann öndvert dauða
yfirbragðið koparrauða.
Skógarsveinn með kotungskenjum
kom hann fyrst til vorra manna,
hlýðinn feðra hreystivenjum,
hermannslífi kynslóðanna.
Svarastuttur, sagði lítið,
samt með bros í auga skrýtið:
þrjú orð mælti hann mest, var talið, —
— mistókst líka sjaldan valið.
Feðra sinna eðli hann erfði,
örlög þeirra slíkt hið sama:
þögli á munni, mælsku í sverði,
meiðsl og bana, án vegs og frama.
Það um Karls hins tólfta tíðir
töfrar þóttu, er loks um síðir
Múnter einn hófst upp í bryta,
— ei til slíks menn síðan vita.
Ýmsir hersins yngri drengja
eiga heimþrá við að stríða,
ganga daprir, höfuð hengja,
harðna fyrst, er stundir líða.
Jörð
201