Jörð - 01.09.1940, Page 60
202
Svo var Múnter ungi eigi:
undir eins á fyrsta degi
hress á borð við garp livern gildan
Gústafs þriðja merki fylgdi hann.
Dátt það kvöld hann dreypti á tári,
dalaði byssuna óviljandi,
meðtók svo í morgunsári
makleg högg af flötum brandi.
Þjálfinn kvað: Fástu ekki um agann,
unginn, þetta er gamla sagan.
— mýkjast fljótt, er mesta happið!“
Múnter sagði: „Ég þakka klappið."
Prá því var hann gegn og gáður
garpur, æ með sama bragnum,
enda tók hann ókvalráður
axlarskoti í fyrsta slagnum.
Döbeln skeytið heyrði hvína
(hann var þar með pilta sína):
„Nálægt þetta fannst mér fara!“
„Pannst mér og“, kvað Múnter bara.
Tæpast aftur höfðu honum
hlotnast fullar meinabætur,
er í klóm á Kósökkonum
kappinn spreytti breiða fætur:
Sléttufáki, frárri en pílu,
fylgja varð hann hálfa mílu,
þar til, framar vorum vonum,
vaskir drengir burgu honum.
Upp og niður allur gekk hann,
aðframkominn, löðursveittur,
þegar frelsið þráða fékk hann,
— þó sást enginn dráttur breyttur.
„Pékkstu að brokka?“ buldu köllin
bjargvættanna í galsa um völlinn,
„inndæll sprettur? afbragðsvegur?“
„0“, kvað Múnter, „bærilegur“.
Svo kom Rússinn Armfeldt undir.
Er oss lá við missi fánans,
Frh. á bls. 279.
JÖRP