Jörð - 01.09.1940, Qupperneq 64
FORÐABÚR BALKANSKAGA
(Að mcstu þýtt úr cnska mánaffar-ritinu PARADE, ágústhcfti þ. á.).
AÐ eru ekki nema landflæmi á
borð við Kanada, Rússland og
Bandaríki Norður-Ameríku, er
standa Rúmeníu á sporði, að því er
snertir náttúruauðæfi, jafnt til land-
búnaðar og námugraftar. Helztu út-
flutningsvörur hennar eru ýmsar
korntegundir, margvislegar olíur og
trjáviður.
Rúmenia er fyrst og fremst land-
búnaffarríki; a. m. k. 80% íbúanna
eru bændastéttar. Fyrir heimsstyrj-
menia aftur orðin hin sama og hún
var: með allramestu framleiðslu-
löndum Norðurálfunnar; stendur að
því leyti mjög lítið að baki Þýzka-
landi, þrátt fyrir hinn mikla stærð-
armun landanna og íbúatölu þeirra.
Rúmenska kornið er ágætisvara og
er uppskeran framkvæmd með ný-
tízkuvélum, sem séð er um, að rú-
menskir bændur geti haft eftir þörf-
um. Kornútflutningurinn fór vax-
andi árin 1934—39. Árið 1936 keypti
Gamall kastali
í Bcssarabíu.
öldina 1914—18 var Rúmenia ósvikið
stórbýlaland, en árið 1918 voru gerð-
ar stórfelldar breytingar á öllum
búnaðarháttum — einhverjar hinar
víðtækustu til þjóðhagslegrar við-
reisnar, er sést hafa í Norðurálfunni
á þessari öld. Voru þá jarðeignir
margra vellrikra landeigenda, sem
ekki komu nálægt búum sinum árum
saman, teknar og hlutaðar i smá-
jarðir og seldar með hagkvæmum
greiðsiuskilmálum bændum, er þráðu
að eignast jarðarskika, til fram-
færslu sér og sinni ætt. Ekki leikur
á tvennu um gagnsemi þessara ráð-
stafana, enda þótt viðurkenna verði,
eins og eðlilegt er, að kornfram-
ieiðslan minnkaði nokkuð i svipinn,
á meðan hin nýja skipun var að ná
sér fram. Að því er hveiti, rúg og
aðrar korntegundir snertir, er Rú-
206
England mest af kornútflutningi Rú-
mena, tæpa hálfa milljón smálesta.
Olía og oliuvörur er næststærsti
liðurinn í útflutningsverzlun Rú-
meniu. Aðaloliulindirnar eru við
rætur Karpatafjallanna, norður af
höfuðborginni, Búkarest. Oliuvinnsl-
an er ein af elztu iðngreinum þar
i landi, en vinnsla í stórum stíl var
fyrst hafin þar árið 1860 af enskum
verkfræðingum. Olíuauðlegð Rú-
meniu er afskapleg. Áætlað er, að
land það, sem olía er í, sé um 120
þúsund hektara alls; þar af hafa um
45 þús. verið teknar þegar frá til
nytjunar, en vinnsla er ekki fram-
kvæmd enn nema á um 4000 hektör-
um. Árið 1936 komst olíuútflutning-
ur Rúmena upp í tæpar 7 milljónir
rúmmetra. Af kaupendunum var
Frh. bls. 278.
JÖItÐ