Jörð - 01.09.1940, Page 68
MYNDIRNAR: i) Nýjasta
orustuskiþ Frakka, „Richclieu".
Bretar ónýttu þaS með œvin-
týralegu móti.
2) Litill tundurskeytabátur.
Þeir eru flestir 40—100 smal.
3) Myndir af undahkomu
Breta frá Dunkerque.
ferð í sæhernaði, sem Bretar voru óviðbúnir, og hefði e. t. v.
þar ofan á þann kost, að vera ódýr? HöfSu Þjóðverjar þarna
tekið upp aðferð Englendinga sjálfra, meira en þriggja alda gamla,
er þeir sigruðu „flotann ósigrandi“ frá Spáni með sæg af lipr-
um og ódýrum smáskipum? Tundurskeytaliátar eiga eldri sögu eh
tundurspillar, sem upphaflega var ætlað að koma þeim fyrir katt-
arnef. Um tíma dró mjög úr framleiðslu þeirra, en nú eru þeh
endurbornir sem mjög hraðskreiðir mótorbátar; fara 35 48 sjó'
mílur á klukkutímanum, en njóta sín ekki vel, nema gott sé í sjó.
Vafalaust hafa Þjóðverjar smíðað marga slíka báta og líklega sett
mikið traust til þeirra, sem Bretar telja, að hafi þegar að veru-
legu leyti hrugðist. Sennilega verður hafið kringum Bretlands-
eyjar morandi af þessum bátum, bæði brezkum og þýzkum, þeg-
ar innrásin verður reynd.