Jörð - 01.09.1940, Side 87
Kristmann Gudmundsson:
ARMA LEY
Iþorpinu litla undir Gilja-
hlíöum kynntist ég örmu
Ley sumariS 1915.
SumariS 1915. — Ég ílúði
þangaS austur úr glaumi borg-
arlífsins, frá fólki, sem hyllti
mig og dáSi; — ég er hljómlist-
armaSur, tónskáld, og ég fékk
viSurkenningu snemma. Mér
var veitt sú gáfa aS geta töfr-
aS áheyrendur mina þannig, aS
þeir gættu ekki gagnrýni sinn-
ar, er þeir hlustuSu á mig.
SumariS 1915. — Ég var tutt-
ugu og fimni ára gamall. friSur
sýnum og þegar orSinn frægur ;
mér var talin trú um aS ég væri
„geni'*, og ég hélt aS þaS væri
satt. Um voriS hélt ég nokkra
hljómleika í Reykjavík og sig-
ur minn var mikill. Ég vildi
vera í einrúmi meS hamingju
niina; ég vildi sjá hana glitra
1 sólskininu milli hvítra tinda,
heyra hana í rómi freySandi
fossa og tærra lækja. Mig lang-
aÖi til aS tala viS guS um hana í
einverunni!
Ég fór úr glaSri veizlu, heit-
Ur af dansi; fegursta konan í
salnum hafSi vottaS mér ást
súia, og ég elskaSi sjálfan mig
1 aSdáun hennar. Ég var svo
uugur þá; ég vissi ekkert um
ástir.
„AkiS eins hratt 0g þér get-
Jörd
iS!" hrópaSi ég til bílstjórans.
Mér fanst hjarta mitt vera aS
sprengjast af gleSi.
„Hvert á ég aS aka?“ spurSi
hann.
„AkiS til austurs", hvislaSi ég
í eyra hans, þó enginn væri ná-
lægur, er heyrt gæti til okkar.
„Til austurheims vil ég halda!“
— Ég sá í svip hans, aS hann
hélt aS ég væri drukkinn, —
og þaS var rétt. Ég var drukk-
inn af yfirlæti æskunnar; þvi
yfirlæti, sem vill faSma allt,
sem fyrirgefur allt og á allan
heiminn!
Þetta var í miSjum júní. Ljós-
björt íslenzk nótt breiddi dul-
hvíta slæSu yfir allt, mjúkfeld
kyrrS á Hellisheiöi, austurhim-
ininn roSnaSi yfir Kömbum.
Mér fannst þetta vera morgunn
sköpunarinnar og ég vera einn
af guSunum!
„Akiö hraSara, hraöara!“
kallaöi ég til bílstjórans. „Til
austurheims vil ég halda!“
EGAR ég vaknaSi, skein
sól úr hálofti; ég haföi
sofiö lengi. Vagninum var ekiS
hægt eftir mjög lélegum vegi.
Mér gekk dálítiS illa aS átta
mig; hversvegna var ég þarna,
langt frá mannabyggSum, og
hvað var ég aS fara? — Bil-
229