Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 103
upp úr hattinum hennar
Gloríu“, sagði ein ógn stillilega.
„Já, mér sýnist þaö líka.
Spurningin er bara, hvort hann
geti búiS til hringi,“ svaraSi
sessunautur hennar, um leiS og
hann þeytti frá sér hringlaga
reykstrók úr vindlinum sínum.
Ungfrú Swanson lauk mál-
tíSinni meS drottningarró, á
meSan hattur hennar sendi frá
sér hvern reykjarmökkinn af
öSrum. Loksins fór hún, og
rigndi þá yfir hana aSdáunar-
orSunum frá systrum hennar í
tízkunni; flest meS laginu:
Gloría - elskan - nýi - hatturinn
þinn - er - bara - of - himneskur.
Seinni hluta þessa dags átti
vel-klædda-fólkiS i New York
mjög ónæSissamt. FramliS
tizkukvenna New York-borgar
mátti ekki viS því, aS láta í
verki, eins og ekkert hefSi í
skorist. ÞaS varS aS koma fram
viS hádegisverS næsta dags, aS
goshattur væri ekkert einsdæmi.
Annars yrSu bezt klæddu kon-
ur borgarinnar aS viSundri.
HattagerSarmenn urSu aS
leggja hart aS sér þann sólar-
hring.
DAGINN eftir gat aS líta
mjög athyglisverSa sam-
kundu hatta viS hádegisverS-
mn á Colony. AS visu voru
engir reykjarhattar, því ó-
skrifuS lög tízkuforustunn-
ar fyrirbjóSa stælingar. En
ein af hinum bezt-klæddu-kon-
JÖRÐ
um borgarinnar var meS hatt,
ekki alveg „lax“-litan, sem
þeytti frá sér eldtungum í sama
lit. Önnur var meS hatt, sem
gaus kampavíni á fimm mín-
útna fresti. Kona, af háurn
Roosevelt-hatandi stigum, var
meS bláan hatt, sem blikaSi meS
reglubundnu millibili áletrun-
ina : Engin hrossakaup !
Þarna voru hattar meS
sífelldum smásprengingum og
háttar, sem tóku sig upp og
hringsnerust í þræSi kringum
hin fagurlokkuSu höfuS. Einn
var meS kvikmyndaborSa, er
sýndi síSustu tízkunýjungar frá
París.
HefSi veriS um verSlaun aS
ræSa, myndu þau þó hafa lent
hjá konu, sem hafSi haft vit á
aS taka herra Hitler sér til fyr-
irmyndar og faliS segul í hatt-
inum sínum. Sá hattur sleit a.
m. k. tylft af öSrum höttum upp
af akkerum, áSur en einn hinna
óheppnu eigenda gleymdi svo
almennu velsæmi, aS skella sér á
hann og rífa hann í tætlur.
En hvar hélt Gloría sig?
Kvittur gaus upp um þaS, aS
henni hefSi orSiö kalt á fótum,
og væri hennar ekki von. Þá
lagSi skyndilega hviskursuSu
um allan salinn, líkt og þegar
goluþytur bærir barriS í furu-
skógi. Gloría var komin. Á
höfSinu hafSi hún — látlausan
stráhatt, óbryddan meö öllu,
bundinn undir höku meö silki-
bandi.
245