Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 104
Kvenfólkið í salnum átti nú
ekki á verra von, en þegar sak-
leysinu stafaði svona átakan-
lega af Gloríu og hattinum
hennar og beið þess með
spenntum taugum, að eitthvað
ófyrirsjáanlegt gerðist. Ófyrir-
sjáanlegt var það — það gerð-
ist sein sé ekki neitt. Gloria
neytti morgunverðar síns, án
þess að hafa hugmynd um — ef
marka mátti útlit hennar — að
öll athyglin beindist að henni.
Allt í kringum hana geltu hatt-
ar og gusu og frömdu annan
fíflskap. En hennar hattur var
bara sætur.
Ungfrú Swanson lauk hádeg-
isverðinum og reis úr sæti sínu.
Hún gekk við hjá einni og ann-
ari og lét í ljós aðdáun sína á
hattinum hennar: „Elskan mín
— það ná engin orð út yfir
það!“ En einhvernveginn var
það svo, að látlausi hatturinn
hennar — það var ómögulegt
að segja í hverju það lá — brá
á alla hina því ljósi, að þeir
virtust of hlaðnir. Það var ekki
ein kona i Colony, sem ekki
gerði sér ljóst á þeirri stund, að
einu sinni enn hafði þessi litla
„filmstjarna" leikið á þær og
varið með ágætum viðurnefni
sitt:
Bezt-klædda-konan-í-New-York
★
P.S. — Einhverntíma höfum
vér lesið það, að Gloría Swan-
son væri íslenzk í föðurætt:
Sveinsson. Ætli íslendingar séu
246
ekki gáfaðasta þjóð í heimi?
------a. m. k. í tiltölu við fólks-
fjölda!!
Biðjandi konur
munu margar viÖsvegar um lönd
á þessu sumri, — þrátt fyrir allt,
sem sagt er um vantrú nútima-
fólksins. AuÖvitað er líka gnægS
af hugsunarlitlu æsingagaspri í
blessuðu kvenfólkinu — ekki
vantar það. Og dýpsta, svartasta
hatrið þjóða í milli gætum vér
trúað, að byggi í kvenhjörtum.
En samt er það trúa vor, að
bænir kvenna séu það flotholt,
sem heldur mannkyni og menn-
ingu uppi, — á meðan flýtur en
ekki sekkur.
Tízkuborgin MIAMI
á Floridaskaga í Bandaríkjununi —
vetrardvalar- og ba'ðstaður ríka
fólksins þar í lnadi —. kvað hafa
látið það boð út ganga, að séð
verði fyrir loftárásum með hæfi-
legum myrkvunum þar í vetur!
jöim