Jörð - 01.09.1940, Síða 115
áfellisdóm fyrir þa'ð, að liafa
ekki leyst heiminn frá stríöum,
atvinnuleysisbölinu, rangsleitni
i viðskiptum og atvinnumálum,
og allskonar siögæSisbrotum.
En sannarlega má segja, aS hafi
trúnni teki.it illa, þá hefir þekk-
ingunni farnazt lítiö betur. Hin-
ar læröustu þjóöir hafa nú þeg-
ar gert miööldum skömm í
grinnnd og villimennsku. Hlýt-
ur þetta að orsakast af því, aö
skólamenntunin hefir verið ein-
hliöa, hefir veriö fyrst og
fremst þessa heims en ekki ann-
ars, veriö fretnur á veguin efnis
■en anda, hefir veriö heilamennt-
un fremur en hjartans, lagt
meiri áherzlu á nám (og skiln-
ing?), en dyggö og göfgi.
Meiri hluti þeirra manna, sem
í skólum menntast, flýr erfiöi,
flýr algenga vinnu, flýr á-
Teynslu og hiö áhættusama líf.
Þar er um of snúiö frá því
samlifi við náttúruna, sem
hraft og karlntennsku eykur og
borfið aö glysgjörnu lifi með
margvíslegum lifnaöarvenjum,
seni fátæklegar verða að teljast
og sæntdu betur villimennsku
°g vanþroska, en menntun á
iiáu stigi. Þar selja menn sálir
stnar og manndóm sinn fyrir
lítið verð. Fyrir lítilf jörleg
þægindi og kveifarlegt líf, ger-
ast menn loddarar og leikendur
1 hinni flóknustu svikamyllu
^iðskipta- og stjórnmálalífsins.
Ein andlegu og endanlegu verö-
mæti eru ekki í háu verði, en i
JÖRD
hin er hátt boðið og er þar
mikil heimska á ferðinni.
Hafi heiminum ekki fæðzt
frelsarar úr skauti kirkjunnar,
þá verður slikt ekki frernur
sagt um musteri þekkingarinn-
ar — skólana. Að vísu hafa þar
alizt upp miklir andar, sem gef-
iö hafa mönnum og þjóöum
vopn í hönd, vélar og tæki +>1
hvers, sem vera skal, en hættan
hefir þá aukizt að sama skapi
— sál heimsins er enn í voða,
og það sökum þess, að góð-
leiki hefir ekki haldizt í hönd
viö fróðleik.
AUK þess að skólamennt-
un þjóöanna vantar hina
andlegu heilsu og hreysti, sem
þarf til að skapa farsælan
heim, er kerfið sjálft vitlaust.
Skólarnir eru að mestu leyti
grundvallaöir sem til væri aö-
eins eitt kyn — karlmenn. Það
er því stærsti gallinn á skóla-
menntun og uppeldi þjóðar
vorrar, að þar er ekki nægilega
séð fyrir sérmenntun konunnar.
Konan hefir alveg sérstakt
hlutverk aö leysa í lífinu, og
karlmaðurinn annaö. Þaö er
auövitað hægt að neita slíkri
staöreynd og niðurröðun nátt-
úrunnar og grauta öllum sam-
an, gera hann aö henni og hana
að honum, en þá verður líka
uppskeran eins og sáö er: Upp-
lausn i þjóðfélaginu, agaleysi
og illa tamin börn, festuleysi og
jafnvel siðleysi í háttuin og
257