Jörð - 01.09.1940, Síða 121
vildi búa ein í friði i landi feSra
sinna. Þessa gátum vér vænzt,
en vér vitum í dag, aö þaS var
tyllivon ein og blekking. Vér
veröum aö játa meö kinnroöa,
aö þetta hefir ekki tekizt: Vér
veröum að játa, að í hópi vorum
eru lítilþægari og- smærri menn,
en vér vildum vera láta. Vér
verðum að játa, að í Reykjavík
eru karlar og konur, .sem óvirt
hafa þjóðmetnað vorn — svik-
ið málstað íslands. í sam-
anburði við íbúafjölda Reykja-
víkur er þetta fólk fátt,
en til samanburðar því, sem
vænta mátti af siðaðri þjóð, er
það margt — allt of margt .
TIJ' G VIL nú leyfa mér að
-*—J benda á nokkur dæmi til
stuðnings máli rnínu.
Að sjálfsögðu ber þess að
gæta, að hér er í raun og veru
einungis um að ræða fyrirboða
þess, er koma skal, því á vetri
komanda verður fyrst um hið
eiginlega sambýli að ræða, þeg-
ar setuliðsmennirnir eru búnir
að fá fasta samastaði og störf
þeirra, vegna hernaðaraðgerða,
verða að líkindum minni en
hingað til hafa verið. — Þess
ber einnig að gæta, að einungis
lítið af því, sem aflaga fer, og
einungis það, sem til stórra
vandræða hefir orðið, verður
lieyrum kunnugt. —
Það er vitað, að óbreyttir
setuliðsmenn eiga þess ekki
kost, að kaupa áfenga drykki í
JÖRB
stórum stil hér á landi, nema
aðstoð íslenzkra manna komi til.
Ætla mætti, að enginn skynbær
íslendingur þyrði að taka þá á-
byrgð á sig, að stuðla að ölæði
alvopnaðra útlendinga. Reynzl-
an hefir samt orðið sú og beinar
sannanir í einstökum tilfellum
hafa leitt i ljós menn, sem sitja
um hvert tækifæri, til að þjón-
usta hermenn við áfengiskaup,
sumpart fyrir fé og að nokkru
leyti fyrir hluta af liinu keypta
áfengi og þátttöku i gleðskap
drykkjunnar. Það rnun sízt of-
mælt, að óhóflegur drykkjuskap-
ur hafi aldrei verið Reykvíking-
um til jafnmikils tjóns og háska
og á þessu sumri. Alvarlegustu
árekstrarnir, sem orðið hafa við
setuliðsmennina, eiga beint eða
óbeint rætur sínar að rekja til
drykkjuskapar. Drukknir ís-
lendingar hafa troðið illsakir
við hermenn og valdið þannig
óspektum. Drukknir hermenn
hafa framið afbrot og valdið
slysum. alloft í hópi hálfdrukk-
inna íslendinga, sem engin skil
kunna á umgengnisvenjum sið-
aðs fólks. Þess eru beinlínis
dæmi, að íslenzkir menn og kon-
ur hafa leitað hermenn uppi, í
þeim tilgangi einum, að hella í
þá áfengi, og endaði einn gleð-
skapur þeirrar tegundar á því,
að hinir ölóðu hermenn stökktu
íslendingunum á Irrott úr hibýl-
um sínum.
Öll kaffihús í Reykjavík eru
á hverju kvöldi fullskipuð, að-
263