Jörð - 01.09.1940, Síða 123
heföbundnar umgengnisvenjur
siöaös fólks í blóð bornar og
erföavenjur í sambúö við setu-
liö. Því fjölmennara, sem setu-
liðiö er, þess meiri verða örðug-
leikarnir. Ég er ekki svo vel
að mér í sagnfræði, að ég þori
neitt að fullyrða í þeim efnum,
en mér er ekki grunlaust um,
að aldrei í sögu neinnar þjóöar
hafi verið jafn fjölmennt setu-
lið aö tiltölu við fólksfjölda og
hér. —
Vér erum, einmitt nú, alveg
sérstaklega illa búnir, til að
verjast farsællega þeim áföll-
um, sem ill örlög hafa veitt oss.
Þjóðin er að varpa af sér alda-
gömlum stakk í atvinnuháttum
og menningu. Hinar gömlu
menningarvenjur dreifbýlis
sveitanna eiga ekki lengur söniu
itök og fyrir nokkrum áratug-
um. Hin öra breyting atvinnu-
háttanna og menningarlifsins
hefir valdið meiri byltingu, en
ætla mætti í fljótu bragði. Vér
höfum byggt borgir, en eigum
eftir að eignazt borgarmenn-
ingu. Vér vorum að nafninu til
fyllilega sjálfstæðir, en áttum of
innviðalitinn þjóðmetnað. —
Aldagömul einangrun, smæðin
og kapphlaupið við tímann um
að eignast tækni og tileinka sér
alþjóðlegar menningarvenjur
hefir annarsvegar valdið van-
kunnáttu i að umgangast erlent
fólk og minnimáttarkenndum
andspænis því, sem erlent er.
Vér' vitum ljós dæmi þess, að
JÖRD
vér bárum ekki skyn á um-
gengni við venjulega erlenda
ferðamenn og kunnum hvorki
almenna kurteisi, né áttum þann
þjóðmetnað, sem nauösynleg-
ur er, til að umgangast kinn-
roðalaust óbreytta erlenda borg-
ara.
Þannig vorum vér hervæddir
io. maí sl., er þjóðmenning
vorri var svipt út í styrjaldar-
ástand. Oss verður nú ljóst, að
sú hlíf var ekki traust, og að
engan þarf að undra, þótt upp
vaxi „kvistir kynlegir'* í slik-
um jarðvegi. —
AÞA að gefa upp vörnina,
úr því í óefni er kornið?
Óbornar kynslóðir íslands og
íslenzka moldin, sem geymir
bein feðra vorra í ótal ættliði,
krefjast þess af oss, að vér
drepum úr dróma hinn þjóðlega
metnað vorn og vekjum, ein-
mitt nú, alla til meðvitundar um
þá ábyrgð. sem hvílir á herðum
þessarar kynslóðar — að vér
bregðumst ekki málstað íslands.
Þetta er hið heilaga, sögulega
hlutverk, sem örlögin hafa, ein-
mitt nú, fengið oss, til aö inna
af höndum. Vér skulum heita
því, aö bregðast vel og drengi-
lega við, svo að spjöld sögunn-
ar verði aldrei óvirt með minn-
ingunni um smán vora.
Vér verðum.nú að leggjast á
eitt um að skapa sterkt og ör-
uggt almenningsálit, sem neyð-
ir hvern þann fslending, sem
265