Jörð - 01.09.1940, Síða 124
svívirðir oss, til að fara huldu
höfði og hylja eymd sína í
myrkrinu. Vér verðum að krefj-
ast löggjafar og annara opin-
herra ráðstafana, sem torvelda
skemmtanalíf þeirrar tegundar,
sem viðgengst nú í Reykjavík,
græðir þau sár, sem þegar eru
orðin og forðar nýjum óhöpp-
um.
í einu dagldaðanna í Reykja-
vík var nýlega vakið rnáls á,
hver landkynning oss gæti orð-
ið í dvöl hinna erlendu manna
á íslandi. Sú hugmynd er vel
þess verð, að henni sé gaurnur
gefinn.
Umboðsmenn brezku stjórn-
arinnar hafa skýrt og skilmerki-
lega lofað að skila oss landi
voru öllu og óskertu að styrj-
öldinni lokinni. Vér skulum a.
m. k. ekki draga í efa, að þetta
loforð verði haldið, nema ann-
að reynist sannara.
Það má nærri geta, hver
styrkur oss er i að hinir erlendu
menn fari héðan með endurminn-
ingar ekki að eins um fagurt
land, heldur alúðlegt og kurt-
eist fólk, sem tók þeim eins vel
og drengilega og atvik stóðu til.
Það má nærri geta, hver smán
jþað er oss, og hversu skaðvæn-
legt, ef endurminningar þeirra
um dvölina hér verða bundnar
við fólk, sem fylltist trylltri,
ölvaðri og stjórnlausri gleði og
kunni sér ekkert hóf í blíðu við
þá menn, sem urðu til að varpa
því varnarlausu inn í hringiðu
'26G
hins óða hildarlciks styrjaldar-
innar.
FARI svo — sem vér skulum
vona að verði ekki —, að
vér þurfum um langan aldur að
búa við yfirráð erlendra þjóða,
þá megum vér vita, að hér verð-
um vér að heyja þrotlausa —
ef til vill aldalanga — baráttu
fyrir sjálfstæði voru, þjóðerni,
tungu og menningu, — og þá
er gott að hafa þegar í önd-
verðu markað línurnar og búizt
til sóknar og varnar.
Engin þjóð er svo smá, að
hún verði þurrkuð út, ef hún
vill vera frjáls og verðskuldar
það, — „og frelsi þarf táps
móti tæling og lygð, ei trúgirni
á landsins fiendur“.
Oss er tíðtrætt um málstað
styrjaldaraðiljanna beggja, sem
fórna nú dýru blóði og miklum
verðmætum fyrir hugsjónir sín-
ar, en vér skulum aldrei — jafn-
vel í æðisgengnustu hamförum
hinna heimssögulegu atburða —
gleyma málstaðnum, sem oss er
og verður alltaf helgastur —
málstað feðra vorra og sona:
málstað íslands.
15. sept. 1940.
Sig. Magnússon.
Höfundur
ofanskráðrar greinar, Sigurður Magn-
1 'tsson, kennari og starfsmaSur viS
rannsóknarlögregluna, mun vera hinu
alvarlega ástandi, sem grein hans
fjallar um, kunnugri en nokkur maS-
ur annar. Vér vitum, aS frásögn hans
hér er hin varlegasta.
JÖRD