Jörð - 01.09.1940, Page 136
Forðabúr Balkanskaga
Frh. frá bls. 206.
Þýzkaland efst á blaði meS yfir 1
milljón rúmmetra. Næst komu Bret-
land og Frakkland með um 850.000
rúmmetra hvort. — Samkv. námu-
lögunum 1933 tók ríkið í sína um-
sjón öll námulönd og hnekkti með
því erlendri ágengni, er hélt þjóð-
legu framtaki niðri. Eftir þessum
lögum seldi stjórnin öll olíulönd á
leigu. Með gætilegri áætlun má segja,
að höfuðstóllinn, sem í olíuiðnaðin-
um stendur, nemi tæpum 1 miljarði
króna; þar af er helmingurinn rú-
menskt fé; hitt eiga Bretar, Banda-
ríkjamenn, Frakkar, Belgir og ítalir.
1 sambandi við olíuvinnsluna verð-
ur að geta um skylda framleiðslu,
sem sé á jarðgasi. Er Rúmenía, að
því er snertir þau undursamlegu
hlunnindi, auðugri en nokkurt ann-
að land i Norðurálfunni. Mest er
gasuppstreymið í Transylvaniu og
komast gæði þess fyllilega til jafns
við það, er bezt gerist í Bandarikj-
unura, í Pennsylvaníu. Eins og í
Ameríku er gasið leitt í pípum, til
að lýsa borgarstræti og reka verk-
smiðjur og rafstöðvar. Gasnotkunin
fimmfaldaðist næsta áratug eftir
1919.
Hinn þriðji mesti framleiðsluþátt-
ur Rúmeníu er timbrið. Var yfir 1
milljón rúmmetra flutt út árið 1936.
Bretland, Þýzkaland, Ungverjaland
og Egyptaland voru helztu kaupend-
ur Rúmena að söguðu og hefluðu
beiki. Trjákvoða til pappírsgerðar
var einkum flutt út til Þýzkalands.
Palestína keypti mikið af óunnum
borðvið, en Bretland mest af söguð-
um og hefluðum mjúkvið.
Málmnám er mikið í Rúmeniu,
einkum járn, blý, zink, eir, kvika-
silfur, alúminium, antimón, gull og
silfur. Landið er einnig athyglisvert
fyrir hin miklu saltlög í jörðu, post-
ulínsleir (kaólín), marmara og gra-
fit. — Kvikasilfrið finnst í vestur-
hluta Transylvaníu-fjallanna. All-
mikið af báxít hefir fundizt i Bihor-
og Albahéruðunum; en það er lcir-
tegund, sem felur í sér — oft —
278
50—70% af alúminium. Um magn
Bíhor-námanna er ekki fullkunnugt
enn, enda þótt sérfræðingar telji þær
meðal hinna auðugustu í heimi.
Móðir Náttúra hefir hellt úr
nægtahorni sínu yfir þetta land. Sér-
fræðingar telja, að saltnámur þess
eigi ekki sinn líka í víðri veröld, og
sé gnægðin svo mikil, að námurnar
yrðu aldrei tæmdar, þó að Rúmenia
væri ein um að sjá öllum þjóðum
fyrir salti!
Saga náttúruauðlinda Rúmeniu er
ekki fullsögð, nema nefndir séu hin-
ir miklu framtiðarmöguleikar henn-
ar til rafmagnsframleiðslu af vatns-
afli. Engin fullkomin áætlun um
virkanlegt magn þess hefir enn ver-
ið lögð frarn, en lauslega áætlað hafa
verið nefndar 5 milljónir hestafla.
Af þessu eru rúm 700 þúsund áætl-
uð í Dóná í Járnhliðinu, en það er
talinn helmingur af öllu afli hennar
þar. Full nytjun vatnsorkunnar í
Rúmeníu er talin myndu gefa af
sér rúml. 36 miljarða kílóvatta á ári.
Ræktun tóbaks, víns og aldina,
enn fremur fiskveiðar, eru efnilegir
atvinnuvegir í þessu landi, sem skilj-
anlega er, með náttúruauðlegð sinni,
tekið að vekja tvíeggjaða eftirtekt
þeirra, sem sækjast eftir völdum.
Það er ekki að undra, að þjóðin hef-
ir tekið þann kost að hlaða nokkurs-
konar kínverskan múr meðfram öll-
um landamærunum þar, sem ekki
hefir verið sett einhver hin stórkost-
legasta gaddavírsgirðing. Gaddavír-
inn gat ekki varið Bessarabiu fyrir
inn gat ekki varið Bessarabíu og
Norður-Búkovínu fyrir Rússum og
Suður-Dobrudschu fyrir Búlgörum.
Og árangurslaust streyttust Rúmen-
ar á móti því að láta Ungverjum
eftir „kínverska múrinn“ — með þvi,
sem þar var fyrir innan. Meiri hlut-
inn af löndum þeim, sem Rúmenar
unnu 1918 og að meiri hluta eru
byggð rúmensku fólki, hefir nú ver-
ið tekinn frá þeim aftur.
-----O-----
Leiðrétting.
1 yfirskrift Englandsmyndanna a
bls. 216 stendur svcct fyrir sweet.
Afsakið þessa leiðu prentvillu.
JÖRÐ