Jörð - 01.09.1940, Page 138
Skýrslan segir svo, að skylli
(sem hún væri að biðja um orðið)
sprengja, er hvæsti hátt, á milli
herstjóranna í kringum borðið.
Múnter, tundurs vanur voða,
vætti lófa og greip það hnoða,
óg upp skessuna yfir hnakkann,
— ætlaði henni niðr í slakkann.
Út um dyrnar óðar spratt hann,
eins og væri hann sjálfur tundur,
og á þrepin út sér vatt hann
í því kúlan sprakk í sundur.
Sú var Múnters síðust dáðin.
Svo hans glíma loks var ráðin,
en með helró hetjuandans
hcrmdi hann bara: „Hún rauk til fjandans
Enn með honum leiftur leyndist
Ufs í dag, er tók að morgna.
Engin kvörtun — óbreytt reyndist
æðruleysi garpsins forna.
„Veslings Hans — ja, hjálpi oss Kristur!
— handleggurinn annar misstur,
bringan sundurmurkuð, mölvuð!“
Múnter gegndi: „Hún hitti, bölvuð!“
Svona dó hann, sannur maður,
svona lifði hann ævi forna,
seinn til orða, í háska hraður,
hélt sér æ við málsins kjarna.
Vanur þrautum, vanur skorti,
vanur dáð, en ekki gorti,
þolað gat hann, heill á hjarta,
hvað sem var, nema eitt — að kvarta.
Yrðu á jörðu oss endurgoldin
illir dagar, verri nætur,
mætti hún tala, finnska foldin,
fórnarblóði vígð í rætur,
væru fánar vígslóðanna
vitni bær um gildi manna,
mætti kannski Múnters likum
margur lúta í hofmannsflíkum.