Jörð - 01.09.1940, Side 141
kallaöi ég upp liðsmenn mína hvern af öörum (í útvarpinu) :
„Hvernig líöur þér? Gómaöir þú nokkurn?“ Hinn fyrsti var
fagnandi; hann haföi náö einum. Allir höföu þeir skotiö niöur
einn eða tvo. Einn var skrítinn; hann var espur og þóttist hafa
átt í höggi við „Graf Zeppelin". Tveir svöruðu ekki! — Viö end-
urnýjuðum birgðar dkkar, löguöum okkur dálítið og vorum
komnir á stað aftur eftir stundarfjórðung. — í ioooo feta hæö
yfir Dunkerque rákumst við í flasið á stórri sveit Messerschmitta,
sem komu ofan úr skýjaþykkni. Þeir höfðu bersýnilega verið að
gæta sprengjuflugvéla, er myndu þá fela sig í reyknum hið neðra.
Það lá við, að þeir hremmdu okkur. Eg sá móta fyrir gusum
kringum höfuöið á mér og hreint og beint heyrði byssuna snarka
við stélið á „mér“ — og svo var sá þotinn. Ég elti hann, en missti
hann í mökkinn yfir Dunkerque. Er ég dreif mig upp af nýju, sá
ég flugvélarnar mínar í 6000 feta hæð í vítisbendu við þýzkar
orustu- og Junker-sprengju-vélar. Útvarpið mitt var i gangi og
öðru hvoru bárust mér að eyrum ávörp og tilsvör pilta minna.
Nýsjálendingur kallaði upp einn og sagði honum ósköp rólega,
að þjóðverji væri við stélið á honum. Allt í lagi, var svarað. Um
leið var ég sjálfur kominn í óveðrið. — Ég valdi mér Junker-
flugu, en stélskyttan hans náði jafnskjótt miði á mig; skotgus-
urnar frá honum svo að segja strukust við gluggann minn. Mað-
ur lítur eiginlega alveg hlutlaust á svoleiðis nokkuð; það er eins
og það ætli aldrei að geta hitt. Aftur kom þessi notalega tilfinn-
ing þess, að sjá markið færast í mið. Þumallinn á hnappinn; dá-
lítill titringur í flugunni um leið og fallbyssan* hleypti af. Hann
fór svo gott sem í tvennt; stélið lagðist fram á vængina og log-
andi reykjarmökkurinn stóð upp af honum, um leið og hann
hrapaði. Ég fór niður í hægum vindingum og sá mann stökkva
út í fallhlíf. — Nú sá ég enga þjóðverja og sneri heimleiðis og
kallaði saman deild mína á leiðinni. Enginn hafði týnst. Við
höfðum komið 19 flugum fyrir kattarnef í þessum tveimur ferð-
um, en misst tvær.
Daginn eftir fórum við í ákveðnum erindum sömu leið. Meg-
inflokkurinn fór til Calais, en tvo skildi ég eftir yfir Dunkerque.
Þegar við vorum komnir hálfa vega, heyri ég annan, sem var
2000 fetum ofar, ávarpa hinn: „Nei, sjáðu, ljúfur, hvað er að
koma: mýgrútur af Messerschmittum, ljótum, vondum, Messer-
schmittum“. Sva'r: „Allt í lagi! Haltu þeim uppi á snakki. Ég
1) Ensku orustuvélarnar margar eru búnar smáfallbyssum, auk vélbyssa.
Jörð 283