Jörð - 01.09.1940, Page 151
bændanna í Svisslandsdölum,
sem enn glíma „íslenzka"
glímu? Þa8 er ekki auSgert aS
segja, en surnir álíta, aS þaS
skifti þúsundum ára. Tökin, höf-
uðbrögSin flest, svo og ýmsar
hreyfingar í svissnesku glím-
unni eru öldungis eins í íslenzku
glímunni, sem sýnir enn, hve
handtökin eru ótrúlega lífseig;
þau geta haldist þúsundir ára
óbreytt, hvert á sínum staS,
hvort sem þaS er hamarslátt-
urinn á dyrakrókinn, sem bónd-
inn smíSar, eSa handbragS
glímumannsins, sem tekur í
hnésbótina á keppinaut sínum,
eSa um upphandlegginn viS
mjaSmarhnykk, eins og ís-
lenzkir glímumenn gerSu fram
yfir aldamót, eSa þangaS til
glímureglunum var breytt, og
eins og Svisslendingar gera enn
í dag. Þegar sum handbrögSin
voru nurnin burt úr íslenzku
glímunni, þá voru tekin í burt
brögS, sem nmnu hafa fylgt
henni óbreytt, væntanlega í þús-
undir ára. Þessvegna ættu ungu
mennirnir aS tala varlega um
breytingar á glímunni. ViS er-
um væntanlega búnir aS breyta
henni heldur of en van.
Eg mun fara fljótt yfir þessa
sógu. En nokkur atriSi íslenzku
glímunnar eru þó óljós, t. d.
eru reglurnar um tökin ekki al-
veg fastar, eSa liafa ekki veriS,
°g ekki heldur um byltuna, hve-
nær væri full bylta, og margar
skoSanir eru uppi um þaS, t. d.
Jörð
skoSun Hermanns Jónassonar
forsætisráSherra, aS fall á hendi
væri eftir upphaflegum lögum
glímunnar sama sem bylta. —
AS vísu tel ég, aS þessi skoSun
geti varla staSist. — En hin
óskráSu lög, sem glírnan hefir
hlítt undanfarnar aldir á ís-
landi, þau hafa veriS dálitiS á
reiki. En þaS mun enginn efi
á því, aS alveg fram á okkar
daga hafa glímulögin frá því í
fornöld gilt í höfuSatriSum ó-
breytt og verið óbreytt í land-
inu, meS ofurlítilli tilbreytingu
eftir héruSum. Jafnvel einstak-
ir glímumenn, sem voru at-
kvæSamenn og kenndu frá sér
glímu, gátu sett sinn persónu-
lega svip á ýms brögS, tökin,
aSstöSuna, og þetta breyzt
nokkuS í einstökum byggSar-
lögum. En í heild sinni hafa
lögin veriS þau sömu.
Ég skal víkja örfáurn orSutn
aS þeirri skiptingu glímunnar,
sem nokkuS er um fengist nú
á dögum. Hún kemur t. d. fram
í auglýsingum um íslandsglím-
una, þar sem talaS er um
„glimukonung" landsins og
„glímusnilling" landsins. Hver
er munurinn á þessu ? Og kann-
ski mætti beina því til þeirra,
sem þessi orS viShafa eSa upp
hafa tekiS, aS minna mætti
gagn gera, þó aS þessi tign sé
vegleg, heldur en svo yfirlætis-
leg orS, sem um þetta eru höfS,
og mætti vel færa þaS til ann-
ars vegar. — En „glímusnill-
293