Jörð - 01.09.1940, Side 155
Bjarni Ásgeirsson:
Þjóðleg kýmni
Fjórir feðgar
AFYRRI hluta 19. aldar
bjó aö JarölaugsstöíSum á
Mýrum Guðmundur Er-
lendsson, gáfaöur vel og góöur
búhöldur. Var hann orölagöur
fyrir hnittni í tilsvörum, og
fylgdi þeim oft nokkur bitur-
leiki, eins og títt er um land-
ann. Kona Guömundar hét Jó-
hanna, og var uppeldisdóttir
Jóns prests aö Borg á Mýrum.
Um bónorö Guðmundar er
sögö þessi saga:
Þegar Guðmundur var ungur
maöur í fööurgaröi, var það
eitt sinn við Borgarkirkju að
aflokinni messu, áður en söfn-
uður gekk úr kirkju, að hann
stendur upp og gengur fyrir Jó-
hönnu, er sat þar hjá fóstru
sinni og öðru venslafólki, hefur
upp raust sína, svo heyrist urn
alla kirkjuna og segir: ,,Ö11
lágmæli komast í hámæli. Viltu
eiga mig, Jóhanna ?“ — Jó-
hanna svarar samstundis hátt
°g skýrt með jái, og var það
mál þar með útkljáð og vottfest
fyrir öllum söfnuðinum.
Guömundur var löngum leit-
arstjóri Borghreppinga. Það var
haust eitt, aö skipa skyldi
mönnum niður í leitir og útrétt-
JÖRÐ
ir. Meöal leitarmanna var þá
sonur hans uppkominn, Guð-
rnundur að nafni, hraustmenni
ið mesta og harður í horn að
taka. Nú segir ekki af fyrir-
skipunum leitarstjóra um ein-
stök störf, þar til er kemur að
skilamamiinum í Fellsendarétt í
Dalasýslu. Segir þá Guðmund-
ur: ,,Þá er nú eftir að tilnefna
manninn í Fellsendarétt. Það er
nú eins og allir vita, að hann
þarf að vera bæði karlmenni og
illmenni.“ — Hugsar hann sig
nú um stundarkorn, og seg-
ir svo: „Hvernig lizt ykk-
ur á að taka Guðmund son
minn til þess?“
Það var eitt sinn i réttum, að
þeir þurftu að gera upp sakir
sínar, nágrannarnir Guðmundur
á Jarðlaugstöðum og Bergþór
Þorvaldsson bóndi á Árna-
brekku, eins og þá var alsiða, ef
ósættir voru meðal manna. —
Bergþór kastaði að Guðmundi
nokkrum kaldyrðum, og deildu
þeir um stund, þar til er Guð-
mundur gekk á burt þegjandi
og snýr sér að þeim næsta, er
hann mætir og segir við hann
svo hátt, að Bergþór og aðrir
viðstaddir heyrðu: „Sértu að
leita að heimskum manni, karl
minn, þá komdu við á Árna-
297