Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 157
ASkomumanni, er kom í heim-
sókn til hans, gaf hann þessa
lýsingu á húsmóöur sinni:
,,Þetta er nú hún Lilja, húsmóö-
irin hérna. Hún er ekki há í
loftinu, en hún fyllir vel út í
rúmið sitt.“
ANNAR sonur Guömundar
á JarSlaugsstööum hét Er-
lendur og bjó hann þar eftir
fööur sinn. Voru þessir þrír
feögar mjög svipaöir aö skap-
lyndi og gáfnafari. Eru mörg
tilsvör Erlendar hnittin og
gáfuleg engu síður en Guö-
mundar bróöur hans, og hafa
ýms þeirra þegar veriö skráö.
Hér skal sagt frá einu, sem í
senn lýsir oröheppni hans og
speki.
Þaö var nokkru fyrir jól, aö
Erlendur var í kaupstaðarferð
i Borgarnesi, til aödrátta fyrir
heimili sitt. Voru þá aö byrja
flytjast í verslanir margvís-
lega lit jólakerti og þótti mörg-
um fágætt skraut. — Kaupmað-
ur sýnir Erlendi kertin og eggj-
ar hann á aö kaupa. „Ég þarf
þess ekki meö, karl minn,“
svarar Erlendur. „Ég steypi
mín kerti sjálfur.“ — „En þú
steypir ekki svona fagurlit
kerti“, segir kaupmaður. Er-
lendur svaraöi: „Gerir ekkert
til, karl minn; ég horfi á ljós-
ið.“
VO sonu aöra átti Guð-
mundur á Jarölaugsstöðum,
bét annar Runólfur, og var hann
Jörð
mjög ólikur hinum tveim, er
fyr var getið. Þó aö hann væri
verkmaður góður, var hann eng-
inn fésýslumaður og lítt efnum
búinn alla æfi. Eitt sinn var
Guðmundi bróður hans skýrt
frá því, að mjög myndi orðið
þröngt í búi hjá bróöur hans
og svaraði þá Guðmundur með
mestu hógværö: „Runólfur
bróðir er nú vanur því, aö sjá
ekki leyfarnar, karl minn“.
En Runólfur var merkilegur
fyrir eitt, og þaö var óvenju-
leg karlmennska og stolt, sem
aldrei vildi taka viö vorkunar-
orði né viðurkenna á neinn hátt,
að hann væri hjálparþurfi. Og
því karlmannlegar bar hann
sig jafnan, sem meir krepti að.
Voru kunnugir farnir aö fylgj-
ast með ástæðum Runólfs þann-
ig, að því minna sem hann
hafði fyrir sig að leggja, því
betur bar hann sig. Skulu hér
skráð nokkur dæmi, er sýna
hugsunarhátt og harðneskju
Runólfs.
Hann bjó um nokkurn tíma
á Kvíslhöföa í Álftaneshreppi,
og var þá með öllu sauölaus.
Prestur réöst því ekki x að
senda honurn fóðralamb eins og
öðrurn bændurn, sem þá var
venja. Þetta likaöi Runólfi illa
og spurði prest, hví hann sendi
sér ekki larnb í fóöur sem öðr-
um bændum. Prestur kvaöst
myndu bæta úr þessu næsta
haust og senda honurn þá tvö
lömb, sem hann og gerði,
299