Jörð - 01.09.1940, Síða 158
Lömb þessi voru bæ8i grá og
var það eina sauðféð, er það ár
var á fóðrum hjá Runólfi. Það
kom fyrir, að Runólfi hurfu
lömbin dag og dag og spurði
hann þá granna sína, hvort
þeir hefði ekki orðið varir við
„fé frá sér“. „Mig vantar tvö
grá lömb“, bætti hann jafnan
við.
Það var einu sinni, að vetrar-
lagi, að Runólfur kom að Jarð-
laugsstöðum til Erlends bróð-
ur síns. Hafði hann þá gengið
alla leið að heiman um fjögurra
tíma ferð. Erlendur bróðir hans
bauð honum þegar að borða.
„Nei“, sagði Runólfur. „Ég hefi
enga lyst á mat, var nýbúinn að
borða, þegar ég fór að heim-
an.“ Og þar við sat. Þegar
hann fór á burt, kom Erlendur
með vænt sauðarskinn og vildi
gefa bróður sínum. En ekki
var við það komandi, að hann
þægi skinnið. Það var „nóg af
sauðarskinnum til í Kvísl-
höfða“. Þá þóttist Erlendur
vita, að bæði myndi skorta mat
og skinn i Kvíslhöfða — en
við það fékk hann ekki ráðið.
Það var nokkru siðar, að
Runólfur flutti að Álftanes-
tanga og bjó þar um skeið. Það
var eitt sinn siðari hluta vetr-
ar, að Haraldur Bjarnason
bóndi á Álftanesi kom að
Tanga með björg nokkra, sem
hann færði konu Runólfs, með
þvi að honum var kunnugt um,
að þau myndu vera því nær
300
bjargarlaus. Þegar hann kemur
inn í baðstofuna, liggur Run-
ólfur í rúmi sinu og stynur
þungan. „Ertu lasinn, Runólf-
ur minn,“ spyr Haraldur. Run-
ólfur svarar: „Það er nú svona,
að það gagnar ekki alltaf að
hafa mikinn og góðan mat að
borða — það getur stundum
verið nógu erfitt að melta.
hann.“
ARIÐ 1932 voru erfiðleikar
meðal bænda, sem kunn-
ugt er, og voru þá víða um land
haldnir bændafundir — er
„skoruðu á þing og stjórn“ að
gjöra hinar og aðrar ráðstafan-
ir til lausnar aðsteðjandi vanda-
málum. Þá var það bóndi einn
á Vesturlandi, sem litt hafði sig
í frammi í fundahölduin þess-
um , en þótti sumir nágrann-
arnir eyða um of tíma til þessa
frá búfjárhirðingu og öðrurn
heimilisstörfum, sem kvað visu
þessa:
Þó menn skori á þing og stjórn,
að þrautasporin eyðist,
samt fær horinn sina fórn,
sem á vorin greiðist.
Skotasaga
EGAR Englendingur verð-
ur sköllóttur, ærist hann
og ryður peningum í lyfjabúðir
og lækna. Þegar Skoti missir
hárið, selur hann greiðuna sína
og hárburstann.
JÖRD