Jörð - 01.09.1940, Síða 159
Viðhorf við aldahvörfum
AÐ eru margar og ervi'öar
spurningar, sem vakna í
huga manns, þegar litið er
til þess, sem er að gerast, og til-
dragasögu þess þó einkum:
hverjar eru meginreglurnar,
siögæöismeginreglurnar, sem
fariö hefir veriö eftir í þeirri
þróun og þeim viöskiptum? Þú
hlærö kuldahlátri, kæri lesandi:
„Siðgæöismeginreglur ? !“ Og
hlátur þinn hækkar — og verö-
ur ónotalegur. ... Er þaÖ þá
kannski meiningin, að lífið lúti
ekki vissum lögmálum — allt
lifandi og dautt lúti vissum lög-
málum — ekki að neinu undan-
skildu — ekki heldur viðskipt-
um manna og mannfélaga? Er
það í raun og veru meiningin,
að gera ekki ráð fyrir neinum
siðgæðislögmálum, er hefni sín
sjálf, ef brotin eru? Eða þá
hinu, aö leiötogar (stór)þjóð-
anna séu öðrum fremur svo
skyni skroppnir, aö þeir álíti, að
öllu sé óhætt, þó aö gengiö sé í
berhögg eða á sniö við þau —
þau tröðkuö ofan í sorpið ?
Vér erum allir breyzkir og
skjátlast öllum meira og minna,
-— en afleiðingarnar, tjóniö,
verður þeim mun meira af mis-
tökunum, sem skeikulir menn
bafa meira undir, fara með
rneiri völd. Vér erum í raun-
inni allir börn, — miðað við
hinar rniklu fjarvíddir rúms og
JÖRÐ
tíma, — miðað við þá feyki-
legu ábyrgð, sem stjórnendur
stórra ríkja, forvígismenn svæs-
inna kenninga og hreyfinga, er
ná tökum á fjöldanum, takast
á hendur.
Reynum, kæru landar, að
ganga ekki í þau fótspor nema
sem minnst. Vér skulum ekki
gefa oss neinni af þessum svo-
kölluðu stefnum eða hreyfing-
um á vald. Vér skulum ekki
ætla oss þá dul að dæma ná-
ungann hart: ekki Bretann,
ekki Þjóðverjann, jafnvel ekki
Rússann. Þeir eru áreiðanlega
allir meira og minna í góðri trú,
hver um sig. Þeir berjast á-
reiðanlega hver um sig fyrir
raunverulegum verðmætum. En
kannski líkir blindu mönnun-
um í dæmisögum Esóps (eða er
það í 1001 nótt?), sem skoð-
uðu fíl og voru að því búnu al-
veg ósammála um vaxtarlag
hans. Einn kom að rananum og
lýsti honum alveg rétt — aðeins
tók hann ekki eftir, að raninn
var bara hluti af fílnum. Annar
gerði samskonar athuganir á
síðunni; þriðji á fætinum. Þeir
vændu hver annan um illkvitni,
óeinlægni, þverúð. Bretland,
Þýzkaland, Rússland — er það
nokkuð öðru vísi? Miðað við
hin stóru sjónarmið, sem þjóðir
þessar hafa færst í fang að
stefna eftir, má líkja þeim við
301