Jörð - 01.09.1940, Page 160
þessa blindu menn, því þær
hafa ekki hæfileika til a'ð sjá
nógu vítt, til að skilja hver
annarar sjónarmið eða viður-
kenna þau. Þær hafa varið allri
sálarorku til að nauðkanna sín
eigin sjónarmið, og hafa bein-
línis ekki afgang, til að skilja
annara. Jafnvel Rússland, sem
sennilega bíður þess, að ófrið-
araðiljarnir gangi þannig hverir
frá öðrurn, að þeir falli svo að
segja sjálfkrafa, sem þroskað
epli, ríki kommúnismans í skaut
— jafnvel Rússlands kænlegi
og langdrægi útreikningur mun
bila — á þverbrestinum í undir-
stöðunni, sem það jafnvel sízt
allra þessara aðilja hefir áttað
sig á. ,
Afleiðingarnar af slíku eru
deginum ljósari: Eftir því sem
þess konar stefnumið eru tekin
í stærri og einstrengingslegri
stíl af þeim, sem í raun og veru
sjá ekki nema skammt frá sér,
eftir því verða afleiðingarnar,
árekstrarnir, ægilegri: Ófriður-
inn! Já — ófriðurinn og ófrið-
urinn! Hungursneyð ?! Drep-
sóttir?! Upplausn siðferðis- og
félagslífsins?! .... Vér þurf-
um ekki einu sinni út fyrir land-
steinana, til þess að sjá átakan-
leg dæmi þessa lögmáls : hverj-
ir eru ávextirnir af flokkadrátt-
um íslenzku þjóðarinnar?
VÉR mælum ekki á móti
því að taka stóra stefnu,
því það er, þegar til kemur, ó-
302
hjákvæmileg nauðsyn, — jafn-
vel enn stærri stefnu en stefnu
Þýzkalands og stefnu Rúss-
lands: Það, sem vér höldum
fram, er, að vér menn séum svo
mikil börn, þegar um lang-
drægari sjónarmið er að ræða,
að vér verðum að njóta við æðri
afla, er meira yfirlit hafa, full-
komið yfirlit yfir stóru drætt-
ina, upphaf og endi, mörk og‘
leiðir. Gagnvart því afli, höf-
undi og herra tilverunnar, erum
vér umfram allt lítil börn, —
og þó ekki að eins lítil börn,
heldur — litlu börnin hans. Er
vér því gefum oss honum á
vald, sem litlu börnin hans, þá
upplýsir hann oss um lang-
dræg sjónarmið, er smásaman
munu sannast að fela allt í sér.
Andi hans og opinberunin í
Jesú Kristi mun sannast að
valda hverju viðfangsefni hvaða
menningarstigs sem er, sé þessu
að eins sýnt allshugar traust.
Og fyrsta boðorð þessa við-
horfs er: Vertu vingjarnlegur
og góður víð alla. Dæmdu ekki.
En þessu næst: „Hverjum degi
nægir sín þjáning" : Lifðu af al-
liug hvern líðandi tíma og láttu
leiðast af atvikum — en reyndu
að finna föðurhendi Guðs, sem
er fólgin í þeim. Þá er þar með
gert fyrir takmörkun þeirri,
sem er á skilningi jafnvel and-
lega upplýsts aðilja á langdræg-
um miðum — gert fyrir henni
með litillæti, sem kemur af
skilningi þess, að allt stendur
JÖRÐ