Jörð - 01.06.1943, Side 32

Jörð - 01.06.1943, Side 32
nieð trú sína í heiminum. Hver mundi treysta sér til að leika það eftir honum?! Heimurinn útrýmdi honum með þj'áningum, er ekki verða mœldar á mannlegan mælikvarða. Það þarf aldrei að leika jiað eftir. Það er fullkomnað. Hvað þó?! Er þá kraftaverkið útlægt úr mannheimum? Hvað átti þá Jesús við, er hann sagði: „Þér munuð sjálfir gera þau verk, er þér sjáið mig gera, og þér munuð gera enn meiri verk“? Þegar Jesús sagði „þér“ í samböndum sem þessum, talaði liann til allra kynslóða meðal lærisveina sinna. Daglega eru bænir heyrðar — i leyndum og ekki jafnstórkostlega og ef um uppvakning dauðs manns í Jesú nafni væri að ræða. Einnig á þeim sviðum, er lög- mál stigmunarins i gildi. Það þarf aðeins stigmun i hita til að breyta vatni í loft. Og stigmunur í þeim efnum, sem hér er um rætt, get- ui valdið fullkomnum eðlismun í þýðingarmestu viðhorfum. Mað- urinn er hara barn, andlega skoðað, og það meira og minna um- komulaust barn, á mcðan heimurinn hefur sem heild ekki trúna tekið. Drottinn fer vægilega að því barni — cinmitt í veitingu trúarreynslu. „Enginn getur séð Guð augliti til auglitis og lifað af,“ segir í Gamla Testamentjnu. Það á heima hér. Það er lífið að sjá Guð — gegnum hæfilega þykka slæðu eða sjá hann endurspegl- ast í manni eða náttúrunni eða sögunni eða reynslunni — með litlu broti af hinu upprunalega Ijósmagni. Vér þolum talsverða trúarreynslu sumir, og aðrir enn meiri, og enn aðrir eru „ekki enn færir um að bera“, — sbr. Jóh. 16,12 — nema lítið af þvi tagi. Vér þolum kraftaverk og vér þráum kraftaverk — en „hver mað- ur sinn skammt“ — eða eins og Páll postuli kemst að orði í Róm- verjabréfinu, 12. kap. 3. versi: ,„Reynið að vera skynsamir og halda yður hver við þann mæli trúarinnar, sem Guð hefur úthlut- að honum.“ Hvað er þá að segja um kraftaverk Jesú? Þegar hefur verið minnst á, hvað það kostaði liann að lifa i slíkri trú. En vott- arnir! Hvað kostaði það þá? Postulana slíkt liið sama og meistara þeirra, útvortis skoðað, — og þeirra lærisveina eitthvað svipað. Það var sami straumurinn, en það dró úr hörlcu hans um leið og hann breiddist út um mannlifshafið. Og hvað koslaði það Gyðinga- þjóðina? Það er alkunna, og þarf ekki að taka það fram hér. Ganga þá aldrei orð Jesú eftir, þessi: „Þér munuð sjálfir gera söniu verk og þér sjáið mig gera, og þér munuð jafnvel gera enn meiri verk“? Öll orð Jesú Krisls ganga eftir. Þetta fyrirheit mun uppfyllast, þegar mannfélagið í heild hefur tekið trú Jesú. Þess virðist langt að bíða, — en það er heldur ekki allt sem sýnist! Og þó að vér sjáum fæstir, hvernig slíkt megi nokkru sinni verða, og sízt, hvernig það gæti orðið í kannski nokkuð náinni framtíð — þá er skiljanlegt, að „Guðs vegir eru ekki vorir vegir“ — þ.e.a.s. það er sitt hvað að liafa eilifa yfirsýn eða stundlega. 126 jörð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.