Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 6
Prestafélagsritið.
SÉRA MATTHÍAS JOCHUMSSON
TRÚARSKÁLD.
Eftir séra Váldimar Briem vígslubiskup.
Þess hefir verið farið á leit við mig, að ég ritaði í
Prestafélagsritið nokkur orð um séra Matthías Jochums-
son sem trúarskáld. Ég hefi skorast undan því af ýmsum
ástæðum, og þá eigi sízt af þeirri ástæðu, að ég væri
tæplega þeim vanda vaxinn, svo að nokkuð verulegt væri
á því að græða, og mundi vera heppilegra, að fá aðra til
þess. En fyrir þrábeiðni hefi ég þó látið til leiðast að
rita þessa grein, þótt hún sé varla samboðin hinu mikla
»skáldi af guðs náð«, sem svo hefir verið nefnt.
Pá er ræða er um hann sem frúarskáld, virðist það
hljóta að koma til greina, hverjar trúarskoðanir hann
hafði. Þær voru nokkuð mismunandi á ýmsum tímum í
einstökum atriðum. Hann kannaðist og við það sjálfur.
í minningarriti þvi, er gefið var út í tilefni af 70 ára af-
mæli hans 1905, er vitnað til lýsingar, er hann þá nýlega
hafði gefið á trúarástandi sínu, og segir hann þar á þessa
leið: »Veturinn, sem ég var i Höfn (1871—72), breyttust
mjög heimshugmyndir minar og trúarskoðanir. Ég hafði
þá kynst Channing, Th. Parker o. fl., en líka lesið Grundt-
vig gamla með lífi og sál. Og sama vetur kom Georg
Brandes fyrst algerlega fram á skoðunarsviðið. Pessir, Og
enn fleiri höfundar, skiftu mér andlega milli sin, en engan
virti ég eða trúði á til fulls, nema W. E. Channing; hann
hefir mér til þessa dags þótt beztur allra guðfræðinga. Er
það sorglegt, hve kristnin virðist enn eiga langt í land
til þess að kunna að skilja hann eða meta rétt. Önnur
1