Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 134
Prcstafélagsritið.
Hans Egede.
129
rauða. í þeim leiðangri sfnum fann hann nýtt land, sem
honum þótti forkunnarfagurt og nefndi »Vínland hið góða«.
Hann hlaut viðurnefnið »hinn hepni«, þó ekki vegna þess
landafundar, heldur af því hann fann menn á skipsflaki í
hafi, en það varð þeim til lífs. Þeir íslendingar, sem vestur
fluttust, voru, það vér frekast vitum, allir heiðnir.
En árið 1000 kom Leifur til Noregs og sótti heim
Ólaf Trjrggvason, er var mjög áhugasamur um kristniboð.
Fyrir áeggjan konungs lét Leifur skírast ásamt allri
skipshöfn sinni. Og er hann hvarf vestur aftur, sendi
Ólafur konungur með honum klerka nokkra til þess að
reka trúboð meðal útfluttra frænda sinna þar vestra.
Eirikur rauði lét sér fínnast fátt um hinn nýja sið, er
sonur hans flutti vestur f farangri sínum. Aftur á móti
tók húsfreyja hans, Þjóðhildur, hinum nýja boðskap vel
og lét þegar skírast ásamt sonum sinum og dætrum. Og
nú var gerð hin fyrsta kirkja á Grænlandi, þar sem hét
Þjóðhildarstaður, lítið eitt fyrir vestan Brattahlíð. Eirikur
rauði ætla menn að léti aldrei skírast, en deyði heiðinn,
eins og hann hafði lifað. Seinna reis höfuðkirkja i nánd
við þingstað bygðarinnar að Görðum, við hinn svonefnda
»Ófundna fjörð«. Hún var helguð heilögum Nikulási og
varð síðar dómkirkja.
Kristniboðið virðist annars hafa mætt lítilli mótspyrnu
af mönnum þar vestra, þótt að líkindum hafí það tafíð
nokkuð fyrir kristnitökunni, að mesti höfðinginn, Eiríkur
rauði, var kristinni trú mótfallinn. Annars er sama sem
ekkert kunnugt um viðgang kristnu trúarinnar þar. En
áður en 11. öldin leið voru þar í bygðunum báðum
komnar 16 kirkjur alls (11 í Austur-, en 5 i Vesturbygð).
Af leifum beggja elztu kirknanna, Þjóðhildarstaðar (eða
Brattahlíðar) kirkju og Nikulásarkirkjunnar að Görðum,
naá ráða stærð þeirra nokkurn veginn. Kirkjan að Görð-
om hefir verið 21 alin á lengd og 7 ál. á breidd með
steinveggjum, 2—4 álna þykkum. En Þjóðhildarstaðar-
9