Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 22
Prestafélagsritið.
Jón Ögmundsson.
17
slíkum grun, svo þagmælskur sem söguritarinn er um
nokkurn sérstakan tilgang utanfararinnar, og svo ósenni-
legt sem það er, að Ögmundur skyldi taka með sér bæði
konu sína og barnungan son í jafn erfiða för og utanfarir
af íslandi voru i þann tíð, nema til ráðabreytninnar hefði
verið stofnað í þeim tilgangi einum, að setjast að erlendis
að fullu og öllu. En hvernig sem nú er á þetta að líla,
þá hefir dvölin erlendis naumast orðið langæ. Eftir dvöl
sína í Danmörku hafa þau »slíka stund verið í Noregi,
sem þeim þótti hentleikur til vera«, en siðan horfið
aftur til íslands og sezt i bú sitt á nýjan leik á Breiða-
bólstað.
Segir nú fátt eða ekkert af uppvexti Jóns, fyr en honum
að »yfirförnu öllu smásveinligu námi og kennidómi« (það
er, að öllu því námi loknu, sem heima var á boðstólum)
var af föður sínum komið fyrir í Skálholti hjá ísleifi
biskupi, til þess »að nema guðlega spekt og beilagar ritn-
ingar«. En ísleifur biskup hafði, svo sem kunnugt er, sett
skóla á stofn á biskupssetri sínu og tekið til læringar og
náms ýmsa sonu heldri manna, er síðar urðu »höfuð-
kennimenn og sæmilegar persónur«, en tveir biskupar,
auk Gissurar biskupssonar, sem sé þeir Jón helgi sjálfur-
og Kolur, Vikverjabiskup er siðar varð. Gera má ráð
fyrir, að Ögmundur faðir Jóns hafi ætlazt til þess, að
sonur hans yrði prestur á Breiðabólstað, hvort sem þar
nú hefir verið komin kirkja eða i áformi að reisa hana.
En svo erfitt sem þá var að fá nægilega marga presta til
þess að annast tíðaflutning, tóku ýmsir hinna lieldri
manna það ráð, að láta sonu sina nema klerklegan lær-
dóm, svo oð þeim mætti fela þetta hlutverk, enda var í
þann tið naumast um annan lærdórn að ræða fyrir unga
menn en þann, er laut að prestskap. Sennilega hefir þó
skólalærdómurinn verið ærið takmarkaður í skóla ísleifs
biskups, og liklega verið ágripskensla í þeim »sjö frjálsu
listum«, sem í þann tíð var veitt tilsögn í á meginland-
inu í dómkirkjuskólum og klaustraskólum til undirbún-
2