Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 13
8
Valdimar Briem:
Prestafélagsritið.
um. Jafnvel hin skáldin sum gerðu einatt lítið úr honum,
og mun þeim hafa þótt hann vera nokkuð »laus á kost-
unum«, sem kallað er. Svo var það nú ekki nema það,
sem við var að búast, að andstæðingar kristuinnar, sem
voru ekki svo fáir á miðárum hans, hefðu hann ekki í
hávegum; en hinsvegar þótti strangtrúarmönnum hann
ekki fylgja nógu fast kenningum kirkjunnar. Pó kom það
ekki svo mjög fram við það, sem hann orti, því að í
ljóðum hans komu ókirkjulegar skoðanir hans lítt fram,
en miklu fremur í ýmsum greinum, er hann ritaði í
»blöðin«. En alþýða manna virðist snemma hafa kunnað
að meta hann. Og smátt og smátt hvarf allur ami á
honum, einnig hjá þeim, sem fyr höfðu gert lítið úr hon-
um, og enginn dirfðist, a. m. k. opinberlega, að kasta
neinum hnútum að honum. Hann hafði það og fram yfir
flest, ef ekki öll íslenzk skáld önnur, hvað hann entist
vel, og hvað honum fór lítið aftur með aldrinum. það
mátti heita, að hann héldi sér að þessu leyti að mestu
langt fram á elliár.
Eigi verður betur séð, en að Matthías hafi mörgum
fremur lifað samkvæmt lífsskoðunum þeim, sem svo víða
koma fram í ljóðum hans, sérstaklega hinum trúarlegu.
Þó að hann að ýmsu leyti væri lánsmaður og lengst af
mikils metinn af flestum, þá var hann þó að ýmsu leyti
mæðumaður, og hefði getað sagt eins og »Skugga-Sveinn«,
að hann hefði »kólgu þolað, frost og él«.
Pess er áður getið, að hann sætti ýmsum andróðri sem
skáld og rithöfundur; en hann tók því öllu vel og galt
aldrei liku líkt. Oft átti hann við þröngan kost að búa,
því að forlagseyrir sá, sem honum var ætlaður, hrökk
ekki til að framfæra mikla fjölskyldu, enda var hann
mjög ósínkur við aðra, þá er einhverju var að miðla.
Svo varð hann og oft fyrir ýmsu mótlæti öðru fyr og
síðar, ekki sizt ástvinamissi. En trú hans þraut aldrei,
og þó að hún virtist ætla að bila i svip, var hún óðara
komin aftur. Petta kemur ljóslega fram hér og hvar í