Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 68
63
Prestaféiagsritið. Ungkirkjuhreyfingin sænska.
Þá eru sagðar helgra manna sögur í rökkrinu við arininn
(»brasan«). Þjóðdansarnir sænsku eru ein aðalskemtun nem-
enda, en almennu og útlendu dansarnir gerðir útlægir úr skól-
anum. Og alveg einkennandi fyrir skólann eru gamalsænsku
arinkvöldin (»brasaaftnerne«), sem eru um hverja helgi. Þá
safnast allur skólinn kringum »brasan« (opinn ofn, eða
einskonar hlóðir) og hlýða á frásagnir og æfintýri, sem
einhver er fenginn til að segja. Gkkert í skólalífinu er
nemendum svo kært sem þessi kvöld, þegar bjarmi heim-
iliseldsins fellur á andlitin og bjarmi frásagnarinnar á
sálirnar.
Svo mjög sem arinkvöldin gefa skólanum þjóðlegan blæ,
þá gefa þau honum engu síður heimilislegan blæ, og í
raun og veru er svo um alt skólalífið. Guðsþjónustuna má
skoða sem þátt í heimilislífinu jafnhliða því, að alt heim-
ilislífið skal vera ein guðsþjónusta. Mitt í minningarhátíð-
um þjóðskörunganna er sameiginleg kaffidrykkja, er gefur
þeim einstaklega heimilislegan blæ. Ef til vill er Sigtúna-
skólinn ekki eins mikil fyrirmynd okkur lslendingum í
ueinu eins og heimilislífi sínu.
Svo mætti virðast, að það væru nokkrir erfiðleikar fyrir
heimilislífið, að námsfólkið býr alt utan skólans. En slíkt
verður ekki séð á neinu. Bústaðirnir utan skólans eru
lika til þess aðeins, að leita þar einveru ogj næðis til
starfs og hvíldar. Öllu, sem telst til samkvæmislífsins, er
safnað til skólans eins og unt er.
Kennarar og nemendur hafa sameiginlegt borðhald i
skólanum. Borðhaldið er einfalt, en borðsiðirnir eru ein-
kennilegir og fagrir, og þeim er vel fylgt. Allir skulu koma
til borðsins í senn. Áður en sezt er að borðum, er lesin
stutt borðbæn. Allrar hæversku við borðið er stranglega
gætt. En því fer samt Qarri, að á því sé neinn þung-
lamalegur uppgerðar hátíðasvipur. Fjör og kátína er í við-
ræðum. Diskum og borðáhöldum er dreift og safnað undir
sérstökum gamansöng. Allir skulu taka þátt i þeim söng
og starfi. Fessi söngur hefir mjög góð áhrif, einkum i