Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 170
Preslafélagsritið.
Erlendar bækur.
165
Svíþjóð og Euglandi. Má benda peim, er kynnasl vilja trúmála-
deilunni norsku árið 1919 á grein prestsins Marcus Giessing:
»Kirkeligt Liv í Norge 1919« í priðja hefti ritsins, bls. 206—227.
Er auðfundið, að höfundur gerir sér far um að skýra sem rétt-
ast frá, án pess að láta sínar skoðanir lita frásögnina. —
í Danmörku reis einnig upp trúmáladeila á liðnu ári. Er hún
kend við lýðháskólann í Ryslinge á Fjóni, par eð skoðanir
prestsins par, Torhild Rördam, var pað sem um var deilt. Ura
deilu pessa má lesa í »Höjskolebladel«, og er sagt frá kirkjulega
fundinum í Odense 19. jan. i ár í 4. tölubl., útg. 28. jan. 1921.
Voru par 3300—3400 manna samankomið og fundurinn ltallaður
sarnan til pess að ræða um Ryslinge-ágreininginn. Fór fundurinn
vel og stillilega fram, en ályktanir voru engar teknar.
»Meddelelser fra Dansk-islandsk Kirkeudvalgv. heitir lítið blað,
útgefið i Kaupmannahöfn undir ritstjórn frk. Ingibjargar Ólafs-
son og sóknarprests Þórðar Tomasson í Horsens. Komu út 4
blöð árið 1920. Er par með viusemd og velvildarhug sagt frá
mönnum og málefnum kirkju vorrar og frá pví er varðar sam-
band döusku og islenzku kirkjunnar. — Á pcssu ári hefir blaðiö
breytt um nafn og heitir nú: »Dansk-islandsk Kirkesag. Med-
delelser fra Forretningsudvalgel«. Geta peir, sem eru í »Dansk-
islenzka félaginu«, fengið blöðin fyrir 1 kr. aukagjald á ári.
Myndu margir prestar hafa gaman af að lesa pað, sem blaðið
flytur um kirkjumálefni vor. S. P. S.
NORSKAR BÆKUR.
»Teologien. En encgklopœdisk fremslillinge. Eftir prófessor dr.
theol. Johannes Ording. — Bók pessi er aðallega ælluð norskum
guðfræðinemendum, en getur átt erindi lil allra peirra, cr kynu-
ast vilja aðferðum og verkefnum vísindalegrar nútimaguðfræði.
»Psykisk forskninge. Eftir Sir W. F. Barrett prófessor i eðlis-
fræði. Þýdd á norsku af J. Christie og gefin út i safninu: »Hjem-
mets Universitet«. — Hinn frægi írski prófessor ritar með gætni
djúphyggins visindamanns um margvísleg dularfull fyrirbrigði,
sem menn á siðari árum hafa gert sér svo mikið far um að
skýra. Er mikilsvert fyrir pá, er láta sér dulræn efni nokkru
skifta, að lesa bækur sem pessa. Myndi pað ótvírætt leiða til
pess, að minna heyrðist af fullyrðingum og órökstuddum dóm-
um, en pekking ykist og skilningur á vandamálum sálarlífsins.
— Bókin er 164 bls. og er fróðleg og skemtilega skrifuð.