Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 93
88
Árni Sigurðsson:
Prestafclagsritið.
Um leið og kristindómurinn sigraðist á heiðindóminum,
gat hann ekki komist hjá stórvægilegum áhrifum og breyt-
ingum af völdum síðgrísku menningarinnar (hellenismans;
sbr. Ad. Harnack: Dogmengeschichte).
En af notkun hinnar sögulegu vísindaaðferðar leiðir
rökrétt, að full alvara er gerð úr manniegu eðli Jesú Krists.
Einmitt sem maður getur hann náð til vor, dregið oss til
sín og verið oss fyrirmyndin og vegurinn til guðs. Hann
var maður, sömu ættar og vér. Hann var kominn í heim-
inn með sama hætti og vér. En í þessu liggur, að höf.
neitar skýrt og ótvírætt meyjarfæðingunni, og er sú neitun
bein afleiðing af þeim skilningi hans á opinberuninni, að
hún sé algerlega andlegs eðlis. Guðssonerni Jesú er alger-
lega andlegt og siðferðilegt.
Sömuleiðis er það og Ijóst, að höf. getur ekki trúað
likamlegri upprisu Jesú Krists. »En ég trúi því, að hann
hafi lifað og lifi«. Andi Jesú hefir sigrað dauðann og er
hafinn yfir hverfulleik heimsins og alla umbreyting mann-
lífsins.
Jesús vildi leiða mennina til guðs. í dæmisögunni um
glataða soninn (Lúk. 16) felst »fagnaðarerindið í fagnað-
arerindinu«. Hinn upphaflegi, einfaldi boðskapur Jesú
snerti eigi hann sjálfan jafnmikið sem guð og guðsríkið.
— Guð hinn himneski faðirinn er sá, sem öll tilbeiðsla
ber (Mk. 12, 29). Og Jesús var fyrst og fremst kominn
til að opinbera þennan guð. Fyrir starfsemi og rit
Páls postula hefir nú þessi hreina og háleita trú Jesú
breyzt og orðið að endurlausnartrú, þar sem Kristur,
hinn himneski drottinn, fyrir jarðvist sína i fortilveru frá
eilífð, er friðþægjari og endurlausnari og nýtur tilbeiðslu
ásamt og stundum /ramar guði föður. í trú Jesú var
guð og guðsríkið þungamiðjan. í trú Páls og síðar kirkju-
lega »rétttrúnaðarins« er Kristur þungamiðjan. Vildi þó
Páll halda fast við hreina eingyðistrú. Sjá t. d. 1. Kor. 8,
6., sem talist getur stutt ágrip allrar guðfræði Páls.
Komst því Páll aldrei jafnlangt og kristfræðin á 4. og 5.