Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 144
Prestafélagsritið.
Hans Egede.
139
ýmsu tilliti afar andstætt. Hvalaveiðarnar gengu illa; vist-
irnar ej'ddust og ekkert skip kom út þangað. Nýlendu-
menn gerðust óþreyjufullir og óánægðir með lífið þar úti,
og höfðu á orði, að halda heim aftur til Noregs. Jafnvel
Egede sjálfum fór ekki að lítast á blikuna. En svo kom
skip frá Noregi undir baustið með vistir handa nýlendu-
mönnum, og þá lagaðist alt i bili.
Árið eftir (1723) var Egede sendur maður til aðstoðar
í starfi hans, Albert Top að nafni, og 5 árum síðar komu
tveir nýir (1728). En það sumar bættust í hóp nýlendu-
manna flokkur manna, sem betur hefði aldrei þangað
komið, því að þeir juku mjög á erfiðleikana fyrir Egede.
Þessir menn voru danskir tugthúsfangar, sem dæmdir
höfðu verið til þrælkunar æfilangt, bæði karlar og konur,
en stjórnin danska hafði afráðið að senda sem nýlendu-
menn til Grænlands. Þessir menn reyndust Egede mjög
illir viðfangs, og óskaði hann þess innilega, að þeir hefðu
aldrei þangað komið.
Þegar Egede hafði dvalist 10 ár í Grænlandi, fékk hann
tilkynningu þess efnis að heiman, að Kristján 6., sem þá
hafði tekið konungdóm, vildi ekki halda áfram græn-
lenzku verzluninni, svo illa sem hún borgaði sig; en í
henni var trúboðsstarfinu ætlaður hinn efnalegi bakbjall
þess. í fljótu bragði mátti nú virðast svo sem úti væri
um starfsemi Egede, því að án stuðnings að heiman var
trúboðsstarfið dauðadæmt. En Hans Egede hafði fengið
of mikla ást á starfi sínu, til þess að hann gæti slitið sig
frá því, þótt horfurnar væru ekki betri en þetta. Þess
þurfti þá ekki heldur með, því skömmu síðar kom nýr
boðskapur frá stjórninni þess efnis, að konungur af mildi
sinni ætlaði áfram að styðja grænlenzka starfið. Voru
Egede það gleðitíðindi mikil. Pau veðrabrigði voru vafa-
laust að þakka áhrifum frá Zinzendorf greifa, stofnanda
»Bræðrasafnaðarins«, sem þá var sendiherra í Khöfn.
Egede hafði þá tveim árum áður flutt nýlendu sina
lengra inn í fjörðinn, sem Vonarey lá í mynninu á. í*ar