Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 29
24
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
dýrum litmyndum, bæði máluðum og ofnum, og dýrleg
glermálverk í öllum gluggum. Fyrir Krist var ekkert of
skrautlegt og viðhafnarmikið, en honum til dýrðar og
kirkjunni, brúður hans, já, líkama hans, skyldi alt þetta
vera. Nú vitum vér það um Jón Ögmundsson, hve söng-
hneigður hann var, og má gera ráð fyrir, að næm fegurðar-
tilfinning yfirleitt hafi verið því samfara hjá honum. Ræður
því að likum, að Jóni hafi fallið svo vel í geð allur andi
einmitt þessara klaustra, og þá um leið stefna þeirra að
öðru leyti, að í sálu hans hafi við þau kynni vaknað
lifandi löngun til þess að veita slíkri hreyfingu einnig
inn yfir akurlendi þjóðar sinnar, eins og hann líka gerði,
svo sem síðar skal sýnt verða.
Svo sem fyr er getið, vitum vér nú ekki með vissu,
hvaða ieið Jón Ögmundsson hefir haldið á suðurgöngu
sinni, eins og oss er hulið alt, sem fyrir hann kann að
hafa borið í hinni fögru borg heilags Péturs postula. Hafi
hann farið þá leið, sem venjulegast var farin og Nikulás
ábóti lýsir í »Leiðarvísi« sínum, þá hefir hún verið þessi: Um
Suður-Jótland og Holtsetaland til Stade í Hannover. Þaðan
um Verden og Nienburg til Minden og Paderborn 1 Vest-
falen. Þaðan um Mainz og Speyer til Strassborgar. Þaðan um
Basel til St. Maurice. Þaðan suður yfir fjallaskörð Stóru-
Bernharðsjökla til Etroubles og Aosta á Norður-Ítalíu, um
Piemontdali til Parma og þaðan um Lucca, Pisa og Siena
til Róms. Þessi leið varð ekki farin með sæmilegu áfram-
haldi á skemri tíma en 10 vikum frá Heiðabæ (Slésvík).
Á þessari leið hefir vafalaust margt borið fyrir augu
hins íslenzka subdjákna. En alt hefir það þó bliknað i
bili er vegfaranda bar að múrum Rómaborgar, þar sem
Pétur og Páll höfðu beðið píslarvættisdauða og fjöldi
helgra manna eftir þá. Gregoríus VII hafði þá um vorið
bannfært Róbert Guiskard, Normannahöfðingjann, boðið
út miklum leiðangri á hendur Tyrkjum, látið samþykkja
á nýjan leik hin gömlu lagaboð um ókvæni klerka, og
var staðráðinn í að leiða nú í framkvæmd þær himinháu