Prestafélagsritið - 01.01.1921, Blaðsíða 91
86 Árni Sigurðsson: Prestafélagsritíð.
nútímaþekkingar og breyttu hugsunar. Og hann sér, hví-
likt óbætanlegt tjón hver einstaklingur og mannfélagið í
heild biður við þetta. Siðgæðisafl kristindómsins fær ekki
að njóta sín í mannlífínu, svo sem vorir tímar bera
glegstan vott, vegna þess að mennirnir geta eigi lengur
þýðst hinn trúfræðilega búning. Sjálfur telur höf., að sér
hafi tekist að samþýða hina nýju þekkingu kristilegri lífs-
skoðun sinni. Nú vill hann hjálpa öðrum tii hins sama.
í þeim tilgangi ritar hann grein sina, þó að hann gangi
þess ekki dulinn, að hún muni vekja óhug hjá mörgum
og afla honum sjálfum óvildar.
Eigi er hér unt að segja tæmandi frá efni greinarinnar.
Skal því hér einkum dvalið við tvö höfuðatriði þeirrar
stefnuskrár, sem greinin felur í sér.
1. Fyrst eru þá áhrif nútiðarvisindanna á hina trúarlegu
heildarskoðun á lifinu. Náttúruskoðun nútímans hlýtur að
áliti höf. að lcollvarpa gömlu trúfræðinni (dogma), því
að hún hefir hrundið þeim hugmyndum um heiminn og
manninn, sem þessi gamli fræðibúningur trúarinnar er
ofinn úr. Bæði þekkingin á lögbundnu skipulagi náttúr-
unnar og þróunarhugsunin rjúfa hina gömlu heimsmynd
biblíunnar. En þegar viðurkend er hin nýja heimsmynd,
sem vísindin eru vel á veg komin með að setja saman,
fellur að vissu leyti skilningur ritningarinnar og trúarsetn-
inganna á stöðu og blutverki guðs í alheimstilverunni. Höf-
undur játar, að hann geti áfram og af öllu hjarta trúað á
»eilífan, alraáttugan guð, sem alt hefir skapað og öllu
heldur við, föður vorn himneskan«, og telur að enginn
geti þá trú frá sér tekið. En stjórn guðs á heiminum og
mannkyninu er tvíþætt. a) Beinl og milliliðalaust starfar
hann i mannshjartanu og hrifur mannsviljann til hlýðni
og kærleika. Þannig er hann í hinum andlega heimi stöð-
ugt að skapa og vekja nýtt lff. Þar af leiðir, að opin-
berunarhugtakið á að skiljast andlega. Opinberunin ekki
líkamlegt (fysiskt), heldur algerlega andlegt fyrirbrigði.
b) En óbeint starfar guð í hinni sýnilegu náttúru »í eilíf-